Enn brillerar Björn

Björn marskálkur fer nú eiginlega aðeins yfir strikið með dagbókarfærslu sinni í gær. Ingibjörg Sólrún reynir að krafsa í bakkann fyrir hans hönd, með því að biðja Ítali að sýna Paul Ramses skárri framkomu en Íslendingar hafa gert, og marskálkurinn reynir að slá sjálfan sig til riddara fyrir að hafa ekki sett sig á móti því.

Hverjum datt í hug að setja þetta í sæti dómsmálaráðherra?

Þetta mál verður ekki unnið með nokkurra daga bloggröfli. Ef okkur er alvara með að láta ekki stofnanir samfélagsins gera okkur meðsek um morð þá gerum við meira en að tala.

Atieno veit ekkert hvað bíður hennar, annað en það að hún fær ekki að vera hér. Við getum komið í veg fyrir að hún verði send úr landi. Spurningin er bara hvort nógu margir vilja það.