„Ég átti ekki við þig“ (Liljur vallarins)

Efst á baugi

Lestin renndi að og kona sem hafði greinilega gengið hraðar en henni þótti þægilegt kom niður á brautarpallinn í sömu andrá. „Ég er fegin að ég náði lestinni, það er svo langt á milli ferða á kvöldin“ sagði hún um leið og við stigum inn í vagninn. „Annars á maður ekki að kvarta yfir Scotrail, ég bjó í London í tvö ár og lestarkerfið þar er hræðilegt. Það er ekki mikið um seinkanir hér og lestirnar eru hreinar og þægileg sæti“ hélt hún áfram. Hún settist á móti mér og var greinilega í stuði til að spjalla. Ég tók undir ánægju hennar með Scotrail, sagðist ekki spennt fyrir því að aka í vinstri umferð. Halda áfram að lesa

Að opna landamæri

Í hvert sinn sem ég nefni möguleikann á því að opna landamæri, kýs einhver að túlka það á þann veg að þar með vilji ég drífa í því, án þess að setja niður áætlun um það hvernig eigi að taka á móti innflytjendum, án samráðs við aðrar þjóðir og fyrir klukkan tíu í fyrramálið. Halda áfram að lesa

Hvaða lausn sérð þú?

Allt stefnir í að Ísraelsmenn sölsi undir sig það litla sem eftir er af Palestínu og drepi réttmæta eigendur landins eða stökkvi þeim á flótta. Engin friðsamleg lausn er í sjónmáli. Ísraelsmenn hafa engan áhuga á tveggja ríkja lausn og það að Hamas skuli njóta stuðnings stafar sannarlega ekki af því að trúarofstæki þeirra og mannréttindabrot gagnvart eigin fólki þyki svo frábær, heldur af því að þeir hafa staðið fast á því að gefa ekki eftir. Í Palestínu ríkir sennilega mjög lítill áhugi á tveggja ríkja lausn þótt það yrði nógu mikil bót til þess að hún yrði samþykkt ef Ísraelar hefðu áhuga á því. Halda áfram að lesa