Gestapistill – Búum okkur undir breytta framtíð

Hanna(mbl

Mynd: mbl,is/Hanna

– Gestapistill eftir Guðmund Karl Karlsson 

Ég heiti Guðmundur Karl Karlsson, ég er fæddur 1982 og ég gef kost á mér í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Ég er tveggja barna faðir, Bryndís (9 ára) og Aron Daði (15 ára) og giftur ástinni í lífinu Rögnu Engilbertsdóttir (xx ára) og við eigum Labradorinn Atlas (7 mánaða). Við erum mjög hefðbundin samheld millistéttarfjölskylda. Við höfum sterka réttlætiskennd og vinnum saman að góðum málefnum. Halda áfram að lesa

Látinn

Flóttamaðurinn sem kveikti í sér er látinn. Hvað ætli þurfi mörg svona tilvik til þess að ríkisstjórnin (við erum enn með ríkisstjórn) komist að þeirri niðurstöðu að það sé eitthvað athugavert við stefnu hennar í útlendingamálum?

„Í Afghanistan komast konur ekki af án fjölskyldu“ – Viðtal við flóttakonur sem á að vísa úr landi

Maryam og Torpikey

Mæðgurnar Torpikey Farrash og Maryam Rasí eru flóttakonur frá Afghanistan. Þær hafa dvalið á Íslandi í 11 mánuði.  Þær eru fyrstu konurnar frá Afghanistan sem sækja um hæli á Íslandi en standa nú frammi fyrir brottvísun.  Halda áfram að lesa