Gestapistill – Er nægilegt framboð af miðaldra oflátungum?

Björn Ragnar Björnsson skrifar:

Réttlæti, frelsi, jafnræði og lýðræði. Hátíðlegt! Stór orð, stór hugtök en því miður ekki stór raunveruleiki. Réttlæti hefur lengst af þurft að láta í minni pokann fyrir andhverfu sinni miklu oftar en góðu hófi gegnir. Óskandi væri að fregna af ósigrum réttlætisins þyrfti að leita hjá elstu mönnum. Þúsundir eða tugþúsundir Íslendinga á öllum aldri hafa af því beina reynslu síðustu tíu ár.

Frelsið er í ögn skárra formi, því okkur hefur á margan en ekki allan hátt miðað í frelsisátt. Samt þarf maður auðvitað að spyrja sig: Er maður sem beittur hefur verið óréttlæti eða á það á hættu raunverulega frjáls? Halda áfram að lesa

Gestapistill – Búum okkur undir breytta framtíð

Hanna(mbl

Mynd: mbl,is/Hanna

– Gestapistill eftir Guðmund Karl Karlsson 

Ég heiti Guðmundur Karl Karlsson, ég er fæddur 1982 og ég gef kost á mér í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Ég er tveggja barna faðir, Bryndís (9 ára) og Aron Daði (15 ára) og giftur ástinni í lífinu Rögnu Engilbertsdóttir (xx ára) og við eigum Labradorinn Atlas (7 mánaða). Við erum mjög hefðbundin samheld millistéttarfjölskylda. Við höfum sterka réttlætiskennd og vinnum saman að góðum málefnum. Halda áfram að lesa

Sirkus og þingkosningar

Myndin er eftir Bernard Spragg https://c1.staticflickr.com/8/7412/9101944483_f652edf71f_b.jpg

Best er að hafa á þingi þæga trúða sem gera eins og Flokkseigendafélag Íslands vill

Eftir gífurlega vel heppnaða kennslustund kom samnemandi að máli við mig og spurði hvort ég ætlaði að kjósa og hvernig mér þætti að hafa þingkosningar á hverju ári. Sá er Íri og hefur fylgst með íslenskri póltík frá því í hruninu og fær oft annað sjónarhorn en það sem heimspressan býður upp á, í gegnum íslenska vinkonu sína.

Hann sagði mér að þegar hann skammaðist sín mjög mikið fyrir írsk stjórnvöld væri huggun að skoða fréttir frá Íslandi. „Írar þjást af smáríkiskoplex eins og Íslendingar en íslenskir stjórnmálamenn eru ennþá verri en írskir. Íslensk stjórnmál einkennast ekki bara af klíkuskap og spillingu heldur er svo mikið um kjánalegar uppákomur að fyrir þann sem þarf ekki að búa við íslenska pólitík eru fréttir frá Íslandi eins og ágætis gamanþáttaröð“ sagði hann.

Í ljósi þessarar fréttar fannst mér það fyndið.

Ljósmynd: Bernard Spragg

Að kjósa í útlöndum

Allt útlit er fyrir að ný stjórnarskrá verði grundvölluð á tillögum Stjórnlagaráðs. Með gerð þessarar tillögu var stigið mikilvægt skerf í átt til þátttökulýðræðis. Fordæmi hefur verið sett og rökrétt framhald er að almennir borgarar taki beinan þátt í því að móta lagafrumvörp um stór mál og að fleiri mál verði borin undir almenna borgara. Halda áfram að lesa