Á ríkið að reyna að móta viðhorf fólks?

Tjásukerfið hjá Svartsokku er eitthvað beyglað svo ég ákvað að varpa fram vangaveltum mínum í kjölfarið á þessari grein hér.

Grein Svartsokku fjallar um persónunjósnir gagnvart fólk sem grunað er um að islamska öfgastefnu og hættu á að verða fyrir áhrifum af islamskri öfgastefnu. Hér er á ferðinni áhugavert ‘vandamál’. Persónunjósnir valdhafa eru í öllum tilvikum ógeðfellt, andlegt ofbeldi. Hinsvegar er ýmislegt í menningu öfgasinnaðra muslima sem einnig er ógeðfellt ofbeldi. Vítisenglar eru annað dæmi um öfgamenn sem ástunda ógeðfellt ofbeldi og hafa sætt persónunjósnum fyrir vikið.

Halda áfram að lesa

Af hverju er verðbólga?

Ég veit afskaplega lítið um fjármál. Ég veit heldur ekki mikið um dularfull fyrirbæri en veit þó að helsta einkennið sem greinir þau fra öðrum fyrirbærum er einmitt það að vera dularfull, eitthvað sem er illskýranlegt og lýtur ekki röklegum lögmálum.

Um árabil var verðbólgan á Íslandi skýrð með hinni gífurlegu þenslu í efnahagslífinu og ég hélt að ef þensla ylli verðbólgu, þá hlyti samdráttur að valda verðhjöðnun. Það hefur ekki gerst og þykir mér það dularfullt. Verðbólga á hinsvegar alls ekki að vera dularfull. Það ku vera hægt að skýra hana, reikna út og rannsaka og því ætti varla að vera flókið mál fyrir þá sem skilja efnahagsmál að fletta ofan af verðbólgudraugnum.

Getur einhver útskýrt fyrir mér á einfaldan og aulaheldan hátt af hverju er ennþá verðbólga á Íslandi?

Hlerunarmaðurinn fundinn?

Réttarhöldin voru ekki eins spennandi og í Boston Leagal en þó komu athyglisverðir hlutir í ljós. T.d. virðist ófreskigáfa nokkuð algeng meðal varða laganna. Þannig hefur nokkuð hátt hlutfall þeirra lögreglumanna sem gáfu vitnisburð í gær, þann sérstæða hæfileika að vita hvað er að gerast á stöðum þar sem þeir eru fjarstaddir. Allavega treystu ótrúlega margir sér til að staðfesta orðaskipti sem höfðu átt sér stað áður en þeir mættu á svæðið.

Einnig ber á ofurhæfileikum. Eitt vitna (lögregluþjónn) segist þannig hafa heyrt, af jörðu niðri, óm af orðaskiptum tveggja manna sem voru staðsettir, eftir því sem vitnið ber, efst uppi í 70 metra háum byggingakrana. Það ætti að vera alger óþarfi að nota dýran tæknibúnað til að hlera síma, þegar yfirvöld hafa manni með annan eins hæfileika á að skipa.

Ekkert bloggnæmt

Ég lifi lítt bloggverðu lífi. Veit ekki alveg hvort það er gott eða vont.

Norna, tæpra 4 mánaða kettlingur, (sem fékk nafn sitt af því systur minni fannst hún lík mer, svona ofvirk og alltaf með klærnar úti) er flutt inn en Bjartur er fluttur í Sumarhús með lífsblómið. Mér skilst að nokkrir lesendur hafi beðið með öndina í hálsinum eftir að lesa um átakþrungið ástarsamband okkar, en satt að segja hefur enginn karlmaður sýnt mér minni áhuga, nema þá helst þessir sem ég hef búið með, svo aumt getur ástandið orðið. Halda áfram að lesa

Gömul pizza

Pizzan er ekki ónýt þótt hún hafi verið þrjá daga í kæliskáp. (Ég hef í alvöru orðið vitni að því að fólk ætlaði að henda pizzu af því að hún var orðin lin.) Úðaðu hana með vatni (báðar hliðar) og settu hana á bökunarpappír í heitan ofn í 3-4 mínútur. Settu þá nokkra dropa af ólívuolíu yfir hana og bakaðu áfram þar til hún er heit í gegn.

Ef þú átt afgang af þunnri pizzu sem kemst fyrir á pönnu er líka hægt að hita hana þannig. Smyrja pönnuna með örlítilli olíu hita hana vel. Setja pizzuna á hana og taka pönnuna af hitanum. Ef pönnubotninn er ekki þykkur þarf að setja pönnuna á hita aftur en þá bara vægan.

Útrunnið kjöt

Matur er ekki endilega ónýtur þótt hann sé kominn fram yfir síðasta neysludag. Framleiðandinn setur síðasta neysludag á umbúðirnar til að tryggja sig gegn kvörtunum en yfirleitt endist matur mun lengur, einkum ef hann er í lofttæmdum umbúðum. Matur lýgur ekki að manni. Ef hann lyktar eðlilega og bragðast vel þá er hann í lagi.

Ef þú átt útrunnið kryddað kjöt, skaltu skola kryddið af því með köldu vatni áður en þú dæmir það ónýtt. Kryddið skemmist miklu fyrr en kjötið og það er oft hægt að bjarga kjöti á þennan hátt.

Hugvekja handa Gunnari

Æ elsku Kallinn minn, Gunnar, ég skil svosem áhyggjur þínar af því að Ísland fyllist af sandnegrum og öðru hyski ef við slökum á harðræðinu gegn flóttamönnum. Við sjáum nú bara hvernig vestrænar þjóðir hafa hegðað sér á framandi menningarsvæðum svo því ættu þeir sem við höfum arðrænt og pínt að sýna okkar menningu sérstaka virðingu? Svo erum við svo fá og eins og allir vita fjölgar þetta sér eins og kanínur svo ef við tækjum bara við öllu pakkinu yrði allt orðið fullt af araba- og negrabastörðum hér innan skamms. Og allt myndi þetta lemja kerlingarnar sínar, láta krakkana ganga með viskustykki á hausnum og skopmyndateiknari Moggans þyrfti líkast til að fá lögregluvernd til að komast út í búð.  Halda áfram að lesa