Tjásukerfið hjá Svartsokku er eitthvað beyglað svo ég ákvað að varpa fram vangaveltum mínum í kjölfarið á þessari grein hér.
Grein Svartsokku fjallar um persónunjósnir gagnvart fólk sem grunað er um að islamska öfgastefnu og hættu á að verða fyrir áhrifum af islamskri öfgastefnu. Hér er á ferðinni áhugavert ‘vandamál’. Persónunjósnir valdhafa eru í öllum tilvikum ógeðfellt, andlegt ofbeldi. Hinsvegar er ýmislegt í menningu öfgasinnaðra muslima sem einnig er ógeðfellt ofbeldi. Vítisenglar eru annað dæmi um öfgamenn sem ástunda ógeðfellt ofbeldi og hafa sætt persónunjósnum fyrir vikið.