Af hverju er verðbólga?

Ég veit afskaplega lítið um fjármál. Ég veit heldur ekki mikið um dularfull fyrirbæri en veit þó að helsta einkennið sem greinir þau fra öðrum fyrirbærum er einmitt það að vera dularfull, eitthvað sem er illskýranlegt og lýtur ekki röklegum lögmálum.

Um árabil var verðbólgan á Íslandi skýrð með hinni gífurlegu þenslu í efnahagslífinu og ég hélt að ef þensla ylli verðbólgu, þá hlyti samdráttur að valda verðhjöðnun. Það hefur ekki gerst og þykir mér það dularfullt. Verðbólga á hinsvegar alls ekki að vera dularfull. Það ku vera hægt að skýra hana, reikna út og rannsaka og því ætti varla að vera flókið mál fyrir þá sem skilja efnahagsmál að fletta ofan af verðbólgudraugnum.

Getur einhver útskýrt fyrir mér á einfaldan og aulaheldan hátt af hverju er ennþá verðbólga á Íslandi?

One thought on “Af hverju er verðbólga?

  1. ———————————————-

    Einfalt að útskýra. Lágt gengi krónu stuðlar að því að innflutningur á vörum verður dýrari. Vísitala neysluverðs er samansett af ýmsum vöruflokkum og þar vega innfluttar vörur þungt.

    Posted by: Arnar | 27.10.2009 | 15:04:05

     ———————————————-

    Það hlýtur nú samt að hafa dregið verulega úr innflutningi og verð á húsnæði hefur hríðlækkað og eins eru mörg fyrirtæki með mun minni launakostnað en fyrir hrunið. Ef þetta er svona rosalega einfalt af hverju draga þá Íslendingar ekki úr innflutningi?

    Posted by: Eva | 27.10.2009 | 16:47:44

     ———————————————-

    Vörurnar sem mynda vísitöluna eru aðallega þessar hefðbundnu neysluvörur sem fólk kaupir þrátt fyrir kreppu. Stóran hluta af þessum vörum verður því miður að flytja inn. Síðan er annað vandamál varðandi íslenskan iðnað, það er að hann hefur í mörgum tilfellum ekki verið samkeppnishæfur. Skortur á gæðum og stærðarhagkvæmni virðist oft gera það að verkum.

    Posted by: Arnar | 27.10.2009 | 17:46:44

     ———————————————-

    Hingað til hefur verðbólgan stafað af þörf atvinnuvega fyrir launalækkun. Nú bætist við gengishrun krónunnar, sem vegur upp lækkun á húsnæði og fleiru. Erlent vöruverð tvöfaldast. Smátt og smátt fer erlenda verðlagið inn í það íslenska, en þá má búast við að hin illa reknu íslensku fyrirtæki þurfi launalækkun. Eina leiðin út úr þessu er annar gjaldmiðill. Ríka fólkið er með erlenda gjaldeyrisreikninga.

    Posted by: G | 28.10.2009 | 5:51:01

     ———————————————-

    Sæl Eva.
    Gott að sjá að þú hefur það gott þrátt fyrir lítið úrval karlpenings sem gerir hosur sínar grænar fyrir þér.
    En er bara ekki allt í lagi með verðbólgu? Eru tilraunir Íslendinga til að lifa í verðbólgulausum gerviheimi með alskonar hundakúnstum eins og verðtryggingu og ímyndaðri virðingu fyrir sparnaði sem dyggð miklu meira þjóðfélagsmein en verðbólgan sjálf??? Þetta er bara leikur að tölum sem engu máli skiptir þegar upp er staðið og við förum til Valhallar í eilífa drykkju og gleði.
    En hafðu það gott og ég hugsa oft til þín og sakna þín úr mannlífsflórunni hér úti á klakanum.
    kveðja
    Sig Har.

    Posted by: Sigurður Haraldsson | 28.10.2009 | 10:58:36

     ———————————————-

    Verðbólgan er t.d. vandamál fyrir þá sem þurfa að greiða upp lán því þótt afborganir af lánum hækki er ekki víst að tekjur aukist að sama skapi. Og það finnst mér allavega ekki í lagi.

    Posted by: Eva | 28.10.2009 | 11:30:50

     ———————————————-

    Já þar er ég sammála þér Eva en það er ekki verðbólgan sem er orsakavaldurinn heldur vitlaus hugsun um að peningar vaxi í bókhaldsfiffum.
    Þarf að banna allar hundakúnstir nostralgíunar um að peningar séu heilagir.

    Posted by: Sigurður Haraldsson | 28.10.2009 | 15:37:08

Lokað er á athugasemdir.