Tjásukerfið hjá Svartsokku er eitthvað beyglað svo ég ákvað að varpa fram vangaveltum mínum í kjölfarið á þessari grein hér.
Grein Svartsokku fjallar um persónunjósnir gagnvart fólk sem grunað er um að islamska öfgastefnu og hættu á að verða fyrir áhrifum af islamskri öfgastefnu. Hér er á ferðinni áhugavert ‘vandamál’. Persónunjósnir valdhafa eru í öllum tilvikum ógeðfellt, andlegt ofbeldi. Hinsvegar er ýmislegt í menningu öfgasinnaðra muslima sem einnig er ógeðfellt ofbeldi. Vítisenglar eru annað dæmi um öfgamenn sem ástunda ógeðfellt ofbeldi og hafa sætt persónunjósnum fyrir vikið.
Nú er það svo að ríkisvald er í sjálfu sér margháttað ofbeldi, þjóðkirkjan ástundar ógeðfellt ofbeldi sem og stjórnmálaflokkarnir, bankarnir, tryggingastofnair og verkalýðsfélögin en við erum vön því frá blautu barnsbeini að líta á ofbeldi þessarra stofnana sem eðlilegt. Öfgar eru ekkert annað en það sem víkur mjög langt frá hugmyndum meðalmannsins og það er fyrst þegar ofbeldið er tengt öfgamennsku sem samfélagið snýst til varnar. Normaliserað ofbeldi virðist vera allt annað.
Anarkistar bregðast við ofbeldi samfélagsstofnana með andspyrnustarfi. Við reynum að hafa áhrif á viðhorf fólks eð upplýsingu, áróðri og listum og við ráðumst gegn valdastofnunum og valdsmönnum með beinum aðgerðum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá sitjum við uppi með ríkisvald sem hefur formlegt umboð sauðmúgans til að gera það sama. Munurinn á ríkisvaldinu og anarkistahreyfingunni er sá að ríkið hefur vald, hefðarvald, vopnavald og auðvald til að bæði smygla viðhorfum inn á fólk og kúga það til hlýðni.
Hvort sem ríkið, eða aðrir valdhafar eiga rétt á sér eður ei er ekkert bendir til að við komumst undan því á næstunni að lifa við ríkisvald. Spurningin er því, hvernig á ríkið að bregðast við öfgafullu ofbeldi á borð við heiðursmorð, nauðungarhjónabönd, líkamlega ögun heimilisföður á konu og börnum, algerri kúgun samkynhneigðra o.s.frv? Ekki þekki ég neinn sem ber virðingu fyrir t.d.þeirri skoðun að það sé rétt og gott að eyðileggja kynfæri ungra stúlkna með skurðaðgerð. Ég er sammála því að persónunjósnir eiga engan rétt á sér en hvernig á að fyrirbyggja að slíkum skoðunum sé fylgt eftir? Á rikið yfirhöfuð að reyna að hafa áhrif á skoðanir fólks eða á það einungis að taka á hegðuninni eftir að skaðinn er skeður?
————————————–
Áhuaverð spurning. Hvert er þitt viðhorf?
Posted by: Kristinn | 30.10.2009 | 13:26:08
———————————————————
Ríkið mótar okkur í gegn um skólakerfi o.fl. og á meðan svo er verður að vinna út frá því. Það hlýtur að vera æskilegra að það móti betri siði frekar en verri.
Posted by: Vésteinn Valgarðsson | 30.10.2009 | 17:47:49
———————————————————
Ég er sammála þér Vésteinn en hvernig á ríkið þá að fara að því að móta betri siði, og hver á að ákveða hvaða siðir skuli teljas góðir?
Posted by: Eva | 30.10.2009 | 22:59:39
———————————————————
Það verður bara að togast á um það. Annars vegar eru m.a. mannréttindasinnar og rökhyggjufólk, sálfræðingar, uppeldisfræðingar og barnavinir. Hins vegar raða sér kirkjan, bankarnir, borgaralegu stjórnmálaflokkarnir, Landsvirkjun og fleiri neikvæð öfl.
Posted by: Vésteinn Valgarðsson | 2.11.2009 | 19:57:03
———————————————————
Á meðan ríkið ber ábyrgð á því að tryggja farsælan gang samfélagsins þurfa einstaklingar ekkert að leggja á sig. Ríkisvald er besta leiðin til þess að drepa einstaklingsframtak hvort um er að ræða á sviði samfélagssjálfsvarna eða samfélagsuppbyggingar.
Almenna reglan er að því minna sem ríkisvaldið berst á, því minna reiðir fólk sig á það. En þó rekumst við alltaf á eitthvað sem þarf að díla við, uppræta, breita o.s.frv. Þegar ríkisvaldsins nýtur ekki við gerir fólk það sjálft.
Hitt er svo annað mál að eins og Svartsokka bendir á þá ber ríkisvaldið sjálft ábyrgð á stórum hluta vandamálsins, m.a. með aðgerðum eins og persónunjósnum og annari missmunun. Það hlýtur að ýta undir hatur minnihlutahópa á meirihlutahópum þegar fulltrúar þeirra síðarnefndu láta njósna um þá.
Posted by: Hakki Pakk | 17.11.2009 | 14:07:22