Útrunnið kjöt

Matur er ekki endilega ónýtur þótt hann sé kominn fram yfir síðasta neysludag. Framleiðandinn setur síðasta neysludag á umbúðirnar til að tryggja sig gegn kvörtunum en yfirleitt endist matur mun lengur, einkum ef hann er í lofttæmdum umbúðum. Matur lýgur ekki að manni. Ef hann lyktar eðlilega og bragðast vel þá er hann í lagi.

Ef þú átt útrunnið kryddað kjöt, skaltu skola kryddið af því með köldu vatni áður en þú dæmir það ónýtt. Kryddið skemmist miklu fyrr en kjötið og það er oft hægt að bjarga kjöti á þennan hátt.