Pólitískt uppeldi á leikskólum

Þeir eru sennilega fáir sem átta sig á því hvað það er merkilegt að leikskólabörn taki virkan þátt í því að búa til umferðarmerki.

Þetta er nefnilega alls ekki bara krúttlegt uppátæki heldur hápólitísk aðgerð. Sú stefna að virkja börn til þátttöku í svona verkefnum er nefnilega liður í því að skapa þátttökusamfélag. Raunverulegt lýðræði þar sem hver einasti borgari hefur raunverulegt tækifæri til að setja mark á umhverfi sitt og hafa áhrif á umræðuna. Halda áfram að lesa

Að svíkja málstaðinn með því að stíga upp í jeppa

Einu sinni hélt ég því staðfastlega fram að ég væri kapítalisti. Ég trúi nefnilega alveg á frjáls viðskipti og að markmið viðskipta eigi að vera það að fá meira út úr þeim en maður leggur í þau. Ég vil ekki sjá stéttlaust samfélag þótt mér ofbjóði þær öfgar að sumir búi við örbirgð en öðrum gæti ekki enst ævin til að njóta eigna sinna. Ég álít fullkomlega rétt og eðlilegt að fólk njóti góðs af því að þroska hæfileika sína og vinna af metnaði og ósérhlífni. Mér finnst allt í lagi þótt sumir leyfi sér meiri lúxus en aðrir. Mér finnst m.a.s. í lagi að fólk njóti góðs af eignum foreldra sinna.

Að skapa gjá milli kvenna

images (1)

Mér finnst bleikt.is óþolandi síða. Ekki vegna þess hve hátt hlutfall af efninu snýst um tísku og sambönd heldur vegna þess;

  • hvað þessi síða er hroðalegt dæmi um vonda blaðamennsku
  • hvað er erfitt að komast hjá því að verða var við þennan hroða (ég hef engan áhuga á golfi en golfáhugamenn mega alveg stunda sitt golf í friði fyrir mér, mér þætti hinsvegar pirrandi að rekast daglega á eitthvert golfefni innan um fréttir sem koma mér við,
  • hvað fjölmiðlar eru virkir í því að ýta undir þá hugmynd að umfjöllunarefni slíkra síðna séu einhverskonar kvenlegt norm,
  • að það bæði hryggir mig hversu margar konur leggja lítið til samfélagsumræðu og sýna lítinn áhuga á öðru en því sem ég álít yfirborðslegt og ég finn til vanmáttar yfir því að geta ekki bara skipað öllum konum að hugsa sjálfstætt og hafa áhuga á því sem mér finnst mikilvægt.

Halda áfram að lesa

Endurlit

Fór með Sigrúnu á Tímavillta víkinginn og hitti gamlan vinnufélaga.

Skrýtið að sjá hann aftur. Meira en sex ár síðan við unnum saman og ég sem er ómannglögg og hitti oft fólk sem ég veit að ég þekki en kem samt ekki fyrir mig, hefði sennilega ekki þekkt hann ef ég hefði hitt hann af tilviljun á götu. Samt hefur hann ekkert breyst. Ekki að sjá að ein einasta hrukka hafi dýpkað eða bæst við. Kannski verður fólk sem vinnur alltaf á sama stað aldrei gamalt eða kannski er það bara þessi óvenjulegi velvilji og yfirvegun?

Halda áfram að lesa

Glæpamaður dagsins er Lárus Páll Birgisson

154b5e1bdb3b73aa4941a1280c4e4680

Handtekinn fyrir að standa með pappaspjald með þessum líka móðgandi skilaboðum á almennri gangstétt. Ákærður fyrir óhlýðni við lögreglu sem af einhverjum dularfullum ástæðum telur sig hafa vald til að banna fólki að standa á almennri gangstétt ef það fer í taugarnar á einhverjum hjá Bandaríska sendiráðinu.

Hernaðarandstæðingar sýna stuðning sinn við Lárus og andúð sína á hernaði með því að rölta Laufásveginn milli 12 og 17 í dag. Sumir þeirra kveðast jafnvel ætla að voga sér upp á hið hernumda svæði gangstéttarinnar. Ég hvet friðarsinna til að mæta í réttarsalinn kl 15 og/eða skreppa á Laufásveginn í dag og taka þátt í aðgerðum hernaðarandstæðinga eða allavega sýna þeim stuðning með viðveru sinni.

ea7288b57f1cc3652d51050dd8da3acf

Ekki að undra þótt lögruglan hafi ekki tíma til að eltast við menn sem sjálfir skilgreina sig sem krimma.

Og þessu treystir fólk í blindni

Af öllum ofbeldisstofnunum ríkisvaldsins er lögreglan sú sem mest samskipti hefur við almenning og er mest í fréttum. Almenningur veit því töluvert mikið um lögregluna, vihorf hennar og vinnubrögð.

Af einhverjum dularfullum ástæðum lætur þessi hinn sami almenningur það yfir sig ganga að vera undir valdi stofnunar sem getur hvað eftir annað varið tíma og peningum til að eltast við friðarsinna með pappaspjald en neitar hinsvegar að aðhafast þegar um er að ræða:

Morðmál.

Barnslát vegna afglapa heilbrigðisstarfsfólks.
Dreifingu barnakláms í gegnum netaðgang saklausrar manneskju.
Týnd börn.
Dularfull mannshvörf.
Brot á nálgunarbanni vegna heimilsofbeldis.
Ofbeldi gegn dýrum.
Atvinnuglæpamenn sem m.a.s. viðurkenna opinberlega að standa í ólöglegri starfsemi.
Líflátshótanir.
Rökstuddan grun um þrælahald.

Gefur engar skýringar á ótrúverðugu „sjálfsvígi“ manns í vörslu lögreglunnar.
Lítur á harðræði sem getur jafnvel haft í för með sér heilsubrest eða dauða sem sjálfsögð vinnubrögð.
Gengur fram með ofbeldi.
Beitir ólöglegum rannsóknaraðferðum.
Og lýgur til um vinnubrögð sín.

Getur einhver útskýrt fyrir mér hversvegna almenningur sættir sig við þetta?