Og þessu treystir fólk í blindni

Af öllum ofbeldisstofnunum ríkisvaldsins er lögreglan sú sem mest samskipti hefur við almenning og er mest í fréttum. Almenningur veit því töluvert mikið um lögregluna, vihorf hennar og vinnubrögð.

Af einhverjum dularfullum ástæðum lætur þessi hinn sami almenningur það yfir sig ganga að vera undir valdi stofnunar sem getur hvað eftir annað varið tíma og peningum til að eltast við friðarsinna með pappaspjald en neitar hinsvegar að aðhafast þegar um er að ræða:

Morðmál.

Barnslát vegna afglapa heilbrigðisstarfsfólks.
Dreifingu barnakláms í gegnum netaðgang saklausrar manneskju.
Týnd börn.
Dularfull mannshvörf.
Brot á nálgunarbanni vegna heimilsofbeldis.
Ofbeldi gegn dýrum.
Atvinnuglæpamenn sem m.a.s. viðurkenna opinberlega að standa í ólöglegri starfsemi.
Líflátshótanir.
Rökstuddan grun um þrælahald.

Gefur engar skýringar á ótrúverðugu „sjálfsvígi“ manns í vörslu lögreglunnar.
Lítur á harðræði sem getur jafnvel haft í för með sér heilsubrest eða dauða sem sjálfsögð vinnubrögð.
Gengur fram með ofbeldi.
Beitir ólöglegum rannsóknaraðferðum.
Og lýgur til um vinnubrögð sín.

Getur einhver útskýrt fyrir mér hversvegna almenningur sættir sig við þetta?

One thought on “Og þessu treystir fólk í blindni

Lokað er á athugasemdir.