Hanna Birna er samviskulaus lygari

Þann 20. nóvember birtist frétt í Morgunblaðinu um að blaðið hefði undir höndum „óformlegt minnisblað“ úr innanríkisráðuneytinu, þar sem dylgjað var um einkamál tveggja hælisleitenda og einnar íslenskrar konu.  Öllum sem vildu vita varð fljótlega ljóst að minnisblaðinu hafði vísvitandi verið lekið í fjölmiðla af háttsettu fólki í ráðuneytinu, og er þar um að ræða hegningarlagabrot sem varðar allt að tveggja ára fangelsi.

Halda áfram að lesa

Um hvað spyr Mikael Hönnu Birnu?

Á morgun, sunnudag, ætlar Mikael Torfason að tala við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í þætti sínum Mín skoðun á Stöð 2.  Það gæti orðið áhugavert, enda er Mikael í þeirri lykilstöðu að vera aðalritstjóri frétta á 365 miðlum, öðrum þeirra tveggja fjölmiðla sem minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu var lekið til í nóvember.  Sá leki hefur verið viðfangsefni lögreglurannsóknar síðastliðinn mánuð, eftir að ríkissaksóknari hafði rannsakað málið í tvo mánuði og kveðið upp úr um að gera þyrfti sakamálarannsókn.

Halda áfram að lesa

Hvar eru allir lögfræðingarnir?

Síðan ríkissaksóknari lagði fyrir lögreglustjórann í Reykjavík að gera lögreglurannsókn á lekamáli innanríkisráðuneytisins  (þ.e.a.s. sakamálarannsókn, öfugt við það sem ýmsir ráðherrar hafa haldið fram) hef ég velt því fyrir mér af hverju í ósköpunum nánast engir lögfræðingar tjái sig um þetta mál á opinberum vettvangi. Halda áfram að lesa

Stefán Eiríksson rannsakar yfirmann sinn

Nýlega fékk lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, til rannsóknar frá ríkissaksóknara lekamál innanríkisráðuneytisins.  Í því máli hafa starfsmenn ráðuneytisins, þ.á.m. ráðherra, verið kærðir vegna gruns um hegningarlagabrot.

Halda áfram að lesa

Bull Sigurðar Líndal, tímavél Stefaníu

Frammistaða fréttastofu RÚV í lekamáli innanríkisráðuneytisins hefur vakið áleitnar spurningar um hvað fréttastjóranum, Óðni Jónssyni, gangi til.  Í fréttum RÚV hefur verið talað við fjórar manneskjur vegna þessa máls, Hönnu Birnu sjálfa, Bjarna Ben, Sigurð Líndal og Stefaníu Óskarsdóttur.

Halda áfram að lesa