Greinasafn fyrir merki: Hagfræðingar
Birgi Þór Runólfssyni svarað
Óheiðarlegur hagfræðidósent
Greiningardeildir og aðrir spámenn
Árið 1997 fengu Robert C. Merton og Myron Scholes Nóbelsverðlaunin í hagfræði. (Það er reyndar ekki alveg rétt, því umrædd verðlaun veitir sænski seðlabankinn og kallar „verðlaun til minningar um Alfred Nobel“, og þeir eru til sem telja að þessi verðlaun séu álíka mikill virðingarvottur við Alfred og þegar friðarverðlaunin voru veitt Henry Kissinger, eða Barack Obama um það leyti sem hann var að herða á hernaðaraðgerðum í Afganistan, sem kostað hafa hundruð eða þúsund saklausra borgara lífið.) Halda áfram að lesa
Hvað veit Magnús Orri um áform Huangs Nubo?
Magnús Orri Schram skrifaði bloggpistil í dag um kaup Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum, sem Magnús virðist áfram um, af því að „Ísland þurfi á erlendri fjárfestingu að halda til hagvaxtar“. Þessi gatslitna klisja um að „Ísland þurfi á erlendri fjárfestingu að halda“ er að vísu aldrei rökstudd (sem er sérkennilegt, og þar að auki þversagnakennt í ljósi þess að Landsbankastjórinn hefur nýlega kvartað yfir því að geta ekki sett í umferð alla tugmilljarðana sem bankinn hefur grætt), en látum það liggja á milli hluta í bili, enda myndi það æra óstöðugan að ætla að greina á einu bretti alla þvæluna í þeim yfirlýsingum sem íslenskir stjórmálamenn láta dynja á landsmönnum um „hagfræði“. Halda áfram að lesa