Er hagfræði vísindi?

Það hefur talsvert verið deilt um gildi hagfræðinnar sem áreiðanlegra vísinda, eða yfirleitt hvort hún sé vísindi, þ.e.a.s. samsafn áreiðanlegrar þekkingar og áreiðanlegra aðferða til að komast að einhverjum sannleika.  Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að nánast allir hagfræðingar brugðust gersamlega í því að sjá fyrir einhverjar hrikalegustu efnahagshamfarir sem hafa dunið yfir Ísland og talsverðan hluta heimsins.

Halda áfram að lesa

Birgi Þór Runólfssyni svarað

Vegna pistils sem ég skrifaði um óheiðarlegan málflutning Birgis Þórs Runólfssonarí gær svaraði hann mér í dag, vegna stóryrtra árása minna.  Það er alveg rétt hjá Birgi að ég var stórorður og að þetta var árás.  Hvort tveggja finnst mér ekki bara sjálfsagt heldur líka nauðsynlegt þegar fólk sem kynnir sig sem fræðafólk við háskóla hefur í frammi jafn óheiðarlegan málflutning og Birgir gerir í bloggi sínu. Þar sem Birgir leyfir ekki ummæli við blogg sitt verð ég að svara honum hér, en svar hans er í svipuðum stíl og skrif hans öll: útúrsnúningur og afvegaleiðing.

Halda áfram að lesa

Óheiðarlegur hagfræðidósent

Birgir Þór Runólfsson, sem kynnir sig sem dósent í hagfræði við Háskóla Íslands á bloggi sínu, hefur bloggað í mánuð hér á Eyjunni.  Pistlar hans eru allir stuttir, sem er ekki frágangssök í sjálfu sér, en ein ástæða þess er að hann færir aldrei nein rök fyrir máli sínu.  Hann birtir mikið af einföldum línritum, sem yfirleitt sýna samband tveggja breytna.  Þótt Birgir fullyrði sjaldan beinlínis neitt ganga allir pistlar hans út á að gefa í skyn tiltekin orsakasambönd, út frá fylgni þar sem engin rök eru færð fyrir orsakasambandi. Auk þess er augljóslega oft um gríðarlega einföldun að ræða, af því að alveg er sleppt að velta fyrir sér hvaða þættir geti haft áhrif á viðkomandi breytur, aðrir en þeir sem Birgir kýs að nota.

Halda áfram að lesa

Greiningardeildir og aðrir spámenn

Árið 1997 fengu Robert C. Merton og Myron Scholes Nóbelsverðlaunin í hagfræði. (Það er reyndar ekki alveg rétt, því umrædd verðlaun veitir sænski seðlabankinn og kallar „verðlaun til minningar um Alfred Nobel“, og þeir eru til sem telja að þessi verðlaun séu álíka mikill virðingarvottur við Alfred og þegar friðarverðlaunin voru veitt Henry Kissinger, eða Barack Obama um það leyti sem hann var að herða á hernaðaraðgerðum í Afganistan, sem kostað hafa hundruð eða þúsund saklausra borgara lífið.) Halda áfram að lesa

Hvað veit Magnús Orri um áform Huangs Nubo?

Magnús Orri Schram skrifaði bloggpistil í dag um kaup Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum, sem Magnús virðist áfram um, af því að „Ísland þurfi á erlendri fjárfestingu að halda til hagvaxtar“.  Þessi gatslitna klisja um að „Ísland  þurfi á erlendri fjárfestingu að halda“ er að vísu aldrei rökstudd (sem er sérkennilegt, og þar að auki þversagnakennt í ljósi þess að Landsbankastjórinn hefur nýlega kvartað yfir því að geta ekki sett í umferð alla tugmilljarðana sem bankinn hefur grætt), en látum það liggja á milli hluta í bili, enda myndi það æra óstöðugan að ætla að greina á einu bretti alla þvæluna í þeim yfirlýsingum sem íslenskir stjórmálamenn láta dynja á landsmönnum um „hagfræði“. Halda áfram að lesa