Priyanka, Jussanam og Ögmundur

Það er gleðilegt að sjá viðbrögðin í fjölmiðlum (og á Facebook) við ákallinu um stuðning til handa Priyanka Thapa, ungri nepalskri stúlku sem búið hefur á Íslandi síðastliðið ár, en á yfir höfði sér brottvísun, samkvæmt ákvörðun Útlendngastofnunar, og síðan að verða gift manni gegn vilja sínum í heimalandinu. Þessi miklu og almennu viðbrögð gera að verkum að maður skammast sín aðeins minna fyrir að vera Íslendingur, þótt hryllilegt sé að horfa upp á mannúðarleysið sem einkennir ákvarðanir þessarar stofnunar. Halda áfram að lesa

Opið bréf til Róberts Marshall

Sæll Róbert
Ég ætla ekki að tjá mig um þessa frétt í sjálfri sér:  http://eyjan.is/2011/03/30/milljardamaeringar-vilja-islenskt-rikisfang-ekki-sagdir-asaelast-audlindir/ Hún er hins vegar tilefni þess að mig langar að spyrja þig hvort þú þekkir til máls Jussanam Dejah, sem  búið hefur lengi og unnið á Íslandi, en missti dvalar- og atvinnuleyfi sitt þegar hún skildi við íslenskan mann sinn.

Halda áfram að lesa

Tryggvi Þór kastar grjóti úr glerhöllinni

Í bloggpistli í dag varar Tryggvi Þór Herbertsson við fólki sem „hljómar eins og hagfræðingar“.  Ég held að slíkt fólk sé upp til hópa mun hættuminna en þeir „alvöru“ hagfræðingar sem, eins og Tryggvi,  bæði spiluðu með í bóluhagkerfinu og lýstu í sífellu yfir hvað það væri traust.  Tryggvi bítur höfuðið af skömminni með því að tala eins og hann hafi meira vit en aðrir á hagfræði.  Það hefur hann greinilega ekki, því bóluhagkerfið hafði einmitt öll einkenni bólu, sem talsvert hefur verið fjallað um í hagfræðinni.  Nema hann sé svo siðlaus að hafa makað krókinn á kerfi sem hann vissi að myndi hrynja og valda fjölda fólks gríðarlegum búsifjum.

Gráðugir bankastjórar — máttlaus forsætisráðherra

Af hverju dettur fólki í hug að borga  íslensku bankastjórunum svona há laun?  Skýring varaformanns stjórnar Arionbanka í hádegisfréttum RÚV í dag var engin skýring, nefnilega að það hefði þurft að borga svona mikið til að ráða þennan mann.  Spurningin er hvort það ætti ekki að leggja blátt bann við því að ráða í bankastjórastöðu mann sem heimtar svona há laun.  Öfugt við það sem margir halda fram virðist ekki vera nein jákvæð fylgni milli þess að hafa ofurlaun og að standa sig vel í starfi.  Reyndar er ýmislegt sem bendir til hins gagnstæða.  Þar á meðal er þessi áhugaverði fyrirlestur. Halda áfram að lesa