Opið bréf til Róberts Marshall

Sæll Róbert
Ég ætla ekki að tjá mig um þessa frétt í sjálfri sér:  http://eyjan.is/2011/03/30/milljardamaeringar-vilja-islenskt-rikisfang-ekki-sagdir-asaelast-audlindir/ Hún er hins vegar tilefni þess að mig langar að spyrja þig hvort þú þekkir til máls Jussanam Dejah, sem  búið hefur lengi og unnið á Íslandi, en missti dvalar- og atvinnuleyfi sitt þegar hún skildi við íslenskan mann sinn.

Mál Jussanam er varla einstakt, og full þörf á að breyta þeim ómannúðlegu reglum sem þar um ræðir.  Hins vegar ætla ég að nota tækifærið og hvetja þig, sem formann Allsherjarnefndar, til að beita þér fyrir því að Jussanam verði umsvifalaust veittur ríkisborgararéttur.  Í framhaldinu væri svo eðlilegt að þessi mál verði leyst í eitt skipti fyrir öll með því að breyta þeim reglum sem gera maka íslendinga sem skilja við þá skyndilega réttlausa, þótt þeir hafi búið lengi á landinu.  Slík afstaða er ekki sæmandi mannúðlegu samfélagi.
Bestu kveðjur,
Einar