Í Stjórnlagaráði er nú tekist á um hvaða ákvæði eigi að vera í stjórnarskrá um kosningafyrirkomulag. Líklega er óhætt að segja að sú krafa eigi mikinn hljómgrunn meðal almennings að opnað verði fyrir persónukjör, enda margir búnir að fá nóg af flokksræðinu sem hefur tröllriðið valdakerfinu í áratugi, og á eflaust sinn þátt í að Alþingi hefur sjálft rúið sig öllu trausti. Halda áfram að lesa
Vill Stjórnlagaráð flokksræðið áfram?
Á vef Stjórnlagaráðs er sagt frá nýsamþykktum tillögum þess um löggjafarmál og fleira. Þar segir meðal annars:
Í tillögunum kemur fram að við stjórnarmyndun muni Alþingi nú kjósa forsætisráðherra, en forseti Íslands verði eins konar verkstjóri í viðræðum milli þingflokka, líkt og verið hefur.
Í tillögu ráðsins stendur nákvæmlega þetta: Halda áfram að lesa
Stjórnlagaráð: Eftirlit með leynilögreglu
Eftirfarandi erindi sendi ég til Stjórnlagaráðs.
Á Íslandi hafa yfirvöld lengi stundað ýmiss konar rannsóknir sem skerða persónufrelsi og friðhelgi einkalífs. Flestir munu sammála um að slíkt sé óhjákvæmilegt og nauðsynlegt við ýmsar aðstæður. Engu að síður er ljóst að slíkar heimildir eru stundum misnotaðar. Því meiri leynd sem hvílir yfir slíkri starfsemi, og því víðtækari heimildir sem yfirvöld hafa, því líklegra er að misnotkunin verði gróf, og fari í bága við mannréttindi sem eru í orði tryggð í stjórnarskrá. Jafnvel í löndum eins og Svíþjóð og Noregi hefur leynilögregla af ýmsu tagi orðið uppvís að alvarlegum og kerfisbundnum brotum gegn saklausu fólki, eins og kom fram í úttektum rannsóknarnefnda um þessi mál í umræddum löndum. Halda áfram að lesa
Um Landsvirkjun, hræGamma og Porter
Í gær kynnti Landsvirkjun nýja framtíðarsýn. Í stuttu máli er hér lofað gulli og grænum skógum, nánar tiltekið að Landsvirkjun muni skapa tólf þúsund ný störf á næstu árum, að fyrirtækið muni skila ríkissjóði tugum milljarða króna árlega í framtíðinni og að þetta muni „hafa ámóta áhrif á lífskjör á Íslandi og olíuiðnaðurinn í Noregi.“ Halda áfram að lesa
Þjónkun háskóla við valda- og hagsmunaaðila
Í nýlegri frétt á RÚV er sagt frá athugasemdum Ólínu Þorvarðardóttur við kostun á stöðum starfsmanna háskóla, en hún nefndi sérstaklega stöðu Helga Áss Grétarssonar við Lagastofnun HÍ, sem kostuð er af LÍÚ. Hér verður ekki rakið það sem Helgi hefur látið frá sér fara um þessi mál í fjölmiðlum, en augljóst er að ýmsar staðhæfingar hans um þau eru ekki byggðar á óyggjandi niðurstöðum úr rannsóknum. Halda áfram að lesa