Samfylkingin, forsetinn og fasisminn í Kína

Eftirfarandi hugleiðingar hafa, þótt þær séu ekki nýjar, vissulega sprottið upp nú vegna kaupa Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Það ætti að vera eðlilegt, í ljósi þess að maðurinn er fyrrum háttsettur starfsmaður ógnarstjórnarinnar í Kína, að hann efnaðist illskiljanlega á örskömmum tíma og þess að kínversk stjórnvöld hafa hönd í bagga með þessum kaupum, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Halda áfram að lesa

Huang Nubo og bláeygir fjölmiðlar

Íslenskir fjölmiðlar hafa síðustu dagana keppst við að fjalla um Huang Nubo sem er að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, land sem nemur 0,3% af öllu Íslandi.  Ekki er laust við að umfjöllunin minni svolítið á það þegar dýrlingurinn Ross Beaty var kynntur í íslenskum fjölmiðlum sem bjargvættur og mannvinur, sem vildi festa fé á Íslandi til langframa, ekki til að græða, heldur hafði hann svo mikinn áhuga á vistvænni orku og langtímaverkefnum á því sviði.  Fæstum fjölmiðlum virtist einu sinni detta í hug að gúgla nafn mannsins, en þeir sem það gerðu sáu á tveim mínútum við hvað þessi maður hafði fengist síðustu árin:  Að braska með ýmiss konar auðlindir víða um heim.  Ekki byggja upp eitt né neitt, heldur braska. Halda áfram að lesa

Ógeðslegur fréttaflutningur

Margir fjölmiðlar, þeirra á meðal ríkissjónvarpið og ruv.is, hafa í dag birt fréttir af njósnum manns nokkurs um aðra manneskju sem áður var honum nátengd.  Ef til vill spinnst af þessu einhver umræða um hvenær fjölmiðlar eigi að nafngreina fólk í svona málum.  Um það ætti að gilda sú einfalda regla að það sé aðeins gert ef augljósir almannahagsmunir krefjist þess. Halda áfram að lesa

Örsögur úr hruninu og undirskriftasöfnun HH

Tölurnar í eftirfarandi sögum eru ekki nákvæmar, en nógu nærri lagi til að kjarni málsins sé réttur.

Manneskja A keypti, fyrir hrun, íbúð sem kostaði 21 milljón.  Hún átti 7 milljónir sjálf sem hún setti í þetta, og tók 14 að láni, með verðtryggingu.  Lánið var sem sé fyrir 67% af andvirði íbúðarinnar, sem telst yfirleitt varkárt í slíkum viðskiptum, í löndum þar sem efnahagslífið er ekki í tómu rugli, og þar sem hægt er að treysta stjórnvöldum til að gera allt sem þau geta til að borgararnir lendi ekki í stórum stíl í óyfirstíganlegum vandræðum ef þeir haga sér skynsamlega. Halda áfram að lesa

Leggjum niður Landsvirkjun

Landsvirkjun er fyrirtæki sem byggir og rekur virkjanir, og á að vinna í þágu almannahagsmuna.

Samkvæmt þessari frétt kom það núverandi forstjóra Landsvirkjunar á óvart að „margir virkjunarkostir hafi hafnað á verndarlista“ í nýlegri rammaáætlun.  Fyrr í sumar lét sami forstjóri gera skýrslu um þau gríðarlegu auðæfi sem Landsvirkjun gæti fært þjóðinni ef hún fengi bara að virkja nógu mikið.  Meðal skýrsluhöfunda voru hátt settir menn úr greiningardeild Kaupþings sáluga sem látlaust spáðu áframhaldandi gulli og grænum skógum alveg þangað til spilaborgirnar hrundu yfir þá. Halda áfram að lesa