Huang Nubo og bláeygir fjölmiðlar

Íslenskir fjölmiðlar hafa síðustu dagana keppst við að fjalla um Huang Nubo sem er að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, land sem nemur 0,3% af öllu Íslandi.  Ekki er laust við að umfjöllunin minni svolítið á það þegar dýrlingurinn Ross Beaty var kynntur í íslenskum fjölmiðlum sem bjargvættur og mannvinur, sem vildi festa fé á Íslandi til langframa, ekki til að græða, heldur hafði hann svo mikinn áhuga á vistvænni orku og langtímaverkefnum á því sviði.  Fæstum fjölmiðlum virtist einu sinni detta í hug að gúgla nafn mannsins, en þeir sem það gerðu sáu á tveim mínútum við hvað þessi maður hafði fengist síðustu árin:  Að braska með ýmiss konar auðlindir víða um heim.  Ekki byggja upp eitt né neitt, heldur braska. Halda áfram að lesa