Vinir fasismans á Íslandi

Ég er ekki andkapítalisti, í þeim skilningi að ég er fylgjandi sem mestu frelsi fyrir einkaframtak og óheft viðskipti, að því tilskildu að komið sé í veg fyrir óeðlileg forréttindi og fákeppni. Ég er líka fylgjandi sem mestri alþjóðavæðingu, í þeim skilningi að ég vil sem minnst höft á samskiptum fólks og fyrirtækja yfir landamæri. En, ofar öllu þessu stendur krafan um mannréttindi öllum til handa, alltaf og alls staðar. Halda áfram að lesa

Samfylkingin, forsetinn og fasisminn í Kína

Eftirfarandi hugleiðingar hafa, þótt þær séu ekki nýjar, vissulega sprottið upp nú vegna kaupa Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Það ætti að vera eðlilegt, í ljósi þess að maðurinn er fyrrum háttsettur starfsmaður ógnarstjórnarinnar í Kína, að hann efnaðist illskiljanlega á örskömmum tíma og þess að kínversk stjórnvöld hafa hönd í bagga með þessum kaupum, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Halda áfram að lesa