Ögmundur er auðvaldssinni

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki haft sig í frammi varðandi þann skuldavanda sem stór hluti íslenskra heimila er að kikna undir (og sem stafar af því að bankarnir hafa fengið að mergsjúga skuldarana í skjóli ríkisstjórnarinnar, sem neitar að taka verðtrygginguna úr sambandi, hvað þá að færa niður stökkbreyttu lánin).Ögmundur virðist heldur ekkert hafa við það að athuga að bankarnir hafa grætt tvö hundruð milljarða frá hruni, ekki síst á þeim húsnæðislánum sem svo margt fólk er að kikna undir. Halda áfram að lesa

Forysta ASÍ svíkur. Aftur.

Í nýlegri skýrslu frá Hagdeild ASÍ er álver í Helguvík nefnt tuttugu sinnum, þ.e.a.s. rúmlega einu sinni á blaðsíðu.  Þetta vekur upp tvær spurningar:

Er Hagdeild ASÍ ekki kunnugt um það sem allir vita sem vilja vita, að það er ekki til, og hefur aldrei verið til, nema örlítill hluti af því rafmagni sem þyrfti fyrir þetta álver? Halda áfram að lesa

Píkurakstur, femínismi, forræðishyggja og fordómar

Eitt af því sem einkennir umræðu um femínisma og mál sem eru mörgum femínistum hugleikin eru staðhæfingar femínista um að rannsóknir sýni hitt og þetta, þótt sjaldan sé hægt að fá ábendingar um áreiðanlegar slíkar rannsóknir þegar beðið er um þær.  Annað sem er líka algengt eru staðhæfingar um að ekki sé til neitt sem heitið geti öfgafemínismi, af því að femínismi snúist um það eitt að kynjajafnrétti sé ekki náð og að eitthvað þurfi að gera í því.  Það er út af fyrir sig barnaleg afstaða að halda að ekki finnist öfgar í öllum skoðanahópum þar sem rætt er um hluti sem einhver minnsti ágreiningur er um.  Hitt er líka ljóst að meðal þeirra sem kalla sig femínista eru margir sem flytja mál sitt með heiftúðugum hætti, og fá nánast aldrei skammir fyrir það frá neinum sem kalla sig femínista. Halda áfram að lesa

Í ruslflokk?

Í tilefni af þessari frétt þykir nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram, og er „fréttamönnum“ íslenskra fjölmiðla sérstaklega bent á þetta alvarlega ástand:

Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur naumlega hangið á athugunarlista, og verið við að hrapa í ruslflokk, síðan það gerði ítrekað illilega í nytina sína á árunum 2005-2008. Á meðan ekki eru sýnilegar neinar aðgerðir til að rétta við orðstír fyrirtækisins er ekki við því að búast að matið á því hækki. Þvert á móti er yfirvofandi að það verði sett endanlega í ruslflokk ef það gerir ekki bót og betrun og útskýrir ítarlega hvernig það hefur sett fyrir þá leka sem gerðu það að rövlandi fávita á árunum fram til 2008.

Guðmundasti flokkurinn

Besti flokkurinn var frábært framtak sem veitti fjórflokknum ærlega ráðningu í borginni, og sýndi að gömlu valdaklíkurnar höfðu nákvæmlega enga sérstaka þekkingu á því hvernig eigi að reka borg, enda eru þær drifnar áfram af öðrum hagsmunum, nefnilega að sanka að sér sem mestum völdum.

Guðmundasti flokkurinn er hins vegar, því miður, skilgetið afkvæmi fjórflokksins, í marga ættliði.