Snorri, hatursáróður og ríkiskirkjan

Nýlega var Snorri í Betel sendur í launað leyfi úr starfi sínu sem kennari, vegna bloggpistils sem hann birti. Hafi ég skilið rétt var það vegna eftirfarandi orða:

„Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkynhneigðin telst vera synd. Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“

Halda áfram að lesa

Jón og séra Jón ræningjakapítalisti

Síðustu daga hafa farið fram svolitlar umræður á bloggsíðu Vilhjálms Þorsteinssonar, og á minni bloggsíðu, um húsnæðisskuldir, framferði bankanna og kröfuhafana eigendur þeirra, sem og ræningjakapítalisma. Það er gott að ræða þessi mál, og velta upp ýmsum hliðum og möguleikum. En, ég held að það geti tekið áratugi að græða þau samfélagslegu sár sem hrunið skilur eftir, og sem enn eru flakandi, svo lengi sem þetta viðgengst:

Hálfsárs gömul frétt.

Frétt frá í dag.

Vilhjálmur Þorsteinsson og Gamla Ísland

Vilhjálmur Þorsteinsson skrifaði bloggpistil í gær um niðurfærslu lána, þar sem hann kemst í aðalatriðum að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að fara í neinar róttækar aðgerðir, en leggur til mildari aðgerðir á lengri tíma. Þetta er ágætis pistill að því leyti að Vilhjálmur færir ítarleg rök og gögn fyrir máli sínu, og því er þetta gott innlegg í málefnalega umræðu (þótt sjálfsagt verði margir til að gera athugasemdir við ýmsar staðhæfingar Vilhjálms). Halda áfram að lesa

Vill fjármálaráðherra láta virkja?

Eftirfarandi var haft eftir Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðherra í kvöldfréttum RÚV:

„Það er nauðsynlegt fyrir okkur að nýta okkur okkar orkuauðlindir til þess að að halda hér uppi velferð í landinu“, sagði Oddný og bætti því við að hún vissi ekki hvort það yrði byrjað að virkja í neðri hluta Þjórsár fljótlega, …

 Iðnaðarráðherra segir að ferlið um virkjun í neðri hluta Þjórsár verði að vera faglegt, ekki pólitískt. Ráðherrann vill ekki virkja hafi það skaðleg áhrif á lífríkið.

Halda áfram að lesa