Síðustu daga hafa farið fram svolitlar umræður á bloggsíðu Vilhjálms Þorsteinssonar, og á minni bloggsíðu, um húsnæðisskuldir, framferði bankanna og kröfuhafana eigendur þeirra, sem og ræningjakapítalisma. Það er gott að ræða þessi mál, og velta upp ýmsum hliðum og möguleikum. En, ég held að það geti tekið áratugi að græða þau samfélagslegu sár sem hrunið skilur eftir, og sem enn eru flakandi, svo lengi sem þetta viðgengst: