Vill fjármálaráðherra láta virkja?

Eftirfarandi var haft eftir Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðherra í kvöldfréttum RÚV:

„Það er nauðsynlegt fyrir okkur að nýta okkur okkar orkuauðlindir til þess að að halda hér uppi velferð í landinu“, sagði Oddný og bætti því við að hún vissi ekki hvort það yrði byrjað að virkja í neðri hluta Þjórsár fljótlega, …

 Iðnaðarráðherra segir að ferlið um virkjun í neðri hluta Þjórsár verði að vera faglegt, ekki pólitískt. Ráðherrann vill ekki virkja hafi það skaðleg áhrif á lífríkið.

Þetta er afar óljóst, sumt rangt og annað þversagnakennt:

  • Það er pólitísk ákvörðun hvort meira verður virkjað.
  • Það er ekki nauðsynlegt að virkja meira til að halda uppi velferð í landinu.
  • Það er ljóst að virkjun í neðri hluta Þjórsár myndi hafa skaðleg áhrif á lífríkið.

Vonandi stafa þessar þversagnir í málflutningi Oddnýjar ekki af því að hún sé eindregið fylgjandi virkjunum en vilji ekki viðurkenna það.  En það er dapurlegt að heyra enn einn nýliðann á valdastóli tala í tómum þversögnum.