Spurning og svör frá stjórn FME

Ég efast um að hér komi fram nokkuð nýtt um mál Gunnars Andersens og Fjármálaeftirlitsins, en finnst rétt að birta þessi póstskipti mín við formann stjórnarinnar.

———————————————————————————————–

Date: 2012/2/18
To: Aðalsteinn Leifsson <al@hr.is>

Til formanns stjórnar FME

Sæll Aðalsteinn

Er rétt skilið að til standi að segja Gunnari Andersen upp störfum (eða honum hafi þegar verið sagt upp störfum) sem forstjóra FME, að það sé gert á grundvelli skýrslu eftir Ástráð Haraldsson (og e.t.v. fleiri höfunda), og að Ástráður sé stjórnarmaður í Arctic Finance?

Ef svo er, heyrir Arctic Finance undir eftirlit FME?  Ef svo er, er eðlilegt að stjórnarmaður úr slíku fyrirtæki sé fenginn til að gera skýrslu um svo mikilvægt mál innan FME, skýrslu sem virðist ætla að hafa svo afgerandi áhrif?

Bestu kveðjur,

Einar Steingrímsson
———-
From: Aðalsteinn Leifsson <al@hr.is>
Date: 2012/3/1
To: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>

Sæll Einar,

Afsakaðu sein svör.

Ákvörðun stjórnar byggir á ítarlegri skoðun á öllum gögnum málsins – ekki á einni álitsgerð umfram aðra.

Ásbjörn og Ástráður unnu frjálsa álitsgerð fyrir stjórnina – og hafa hvorki sértæka né almenna hagsmuni af niðurstöðu málsins.

Pælingar um vanhæfi þeirra til að vinna frjálsa álitsgerð fyrir stjórn eru ákaflega langsóttar, svo ekki sé meira sagt.

Með kveðju / Best regards

Aðalsteinn

———-
From: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>
Date: 2012/3/1
To: Aðalsteinn Leifsson <al@hr.is>

Sæll aftur Aðalsteinn

Er ekki augljóst að stjórnarmaður í fjármálafyrirtæki sem heyrir undir eftirlit FME getur haft hagsmuni af því að tiltekinn forstjóri FME hverfi frá störfum?

Bestu kveðjur,

Einar

———-
From: Aðalsteinn Leifsson <al@hr.is>
Date: 2012/3/1
To: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>

Sæll Einar,

Það birtist punktur / smáfrétt í Viðskiptablaðinu áður en álitsgerðin kom fram þar sem fullyrt var hið gagnstæða; að það væru hagsmunir aðila sem situr í stjórn eftirlitsskylds aðila að koma sér í mjúkinn hjá forstjóra með jákvæðu áliti…

Stjórnin fór yfir þetta og það var samdóma álit að þar sem um er að ræða frjálsa álitsgerð fyrir stjórn, engin aðgangur er að trúnaðargögnum eftirlitsins og hvorki eru til staðar sértækir né almennir hagsmunir þá væri ekki ástæða til að draga í efa hæfi til að vinna þetta  verkefni.

Ég undirstrika enn – eins og kemur fram í yfirlýsingu okkar í dag – að stjórnin byggir ekki niðurstöðu sína á áliti Ástráðs og Ásbjörns fremur en áliti Andra Árnasonar. Stjórnin byggir niðurstöðu sína á ítarlegri og vandaðri yfirferð yfir öll gögn málsins – þar með talið frumgögn, álitsgerðir og andmæli Gunnars sjálfs.

Einar, stjórnin hefur leitast við allt frá upphafi að hafa ferli hæfismatsins skýrt, faglegt og gagnsætt. Þannig var tilkynnt um það stax 18 febrúar að ferlið fæli í sér a) að Andri færi yfir hvort og hvað hefði nýtt komið fram og hvort þær upplýsingar hefðu áhrif á hans niðurstöðu, b) að fengnir væru tveir einstaklingar – lögfræðingur og endurskoðandi – til að koma nýjir að málinu og c) að stjórnin myndi að ending taka sjálfstæða ákvörðun á grunni allra gagna málsins. (sjá útprent af frétt um þetta í viðhengi). Við höfum birt álitsgerðirnar strax og gætt þess í hvívetna að standa faglega að málum, með það fyrir augum að endanleg niðurstaða hefði trúverðugleika í reynd og ásýnd.

Bestu kveðjur,

Aðalsteinn

Deildu færslunni