Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að aka 47.644 km. Á bíl sem eyðir tíu lítrum á hundraðið að meðaltali er eldsneytiskostnaðurinn við slíka keyrslu um ein milljón. Eftir standa þá um 3,6 milljónir, sem væntanlega eiga að dekka annan kostnað við að reka bíl, þ.e.a.s. viðhald og verðlækkun vegna slits sem notkunin veldur. Halda áfram að lesa

Hversu algeng er kynferðisleg áreitni á vinnustöðum?

Myndin er á bls. 73 í Könnun á starfsumhverfi starfsmanna Landspítala 2010 

Síðustu vikur hafa opnast flóðgáttir þar sem út hafa streymt frásagnir kvenna, í þúsunda tali, um ýmiss konar áreitni af hálfu karla, frá tiltölulega saklausri en durtslegri framkomu yfir í nauðganir, og allt þar á milli. Svo virðist af þessu, og því er gjarnan haldið fram í þessu átaki, að alvarleg kynferðisleg áreitni af hálfu karla sé gríðarlega algengt og útbreitt vandamál í flestum starfsgreinum. En hversu algengt er það? Halda áfram að lesa

Hættum að misbeita Dyflinnarreglugerðinni og tökum hælisumsóknir til efnismeðferðar

Ég býð mig fram í prófkjöri Pírata sem nú stendur yfir. Eitt af því sem ég vil sjá á næsta kjörtímabili er að við hættum að misbeita Dyflinnarreglugerðinni og tökum hælisumsóknir til efnismeðferðar. Halda áfram að lesa