Hér er hægt að koma á framfæri athugasemdum sem ekki eiga heima við pistilinn hér að ofan.
Greinasafn fyrir flokkinn: Ýmislegt
Samfylkingin, forsetinn og fasisminn í Kína
Eftirfarandi hugleiðingar hafa, þótt þær séu ekki nýjar, vissulega sprottið upp nú vegna kaupa Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Það ætti að vera eðlilegt, í ljósi þess að maðurinn er fyrrum háttsettur starfsmaður ógnarstjórnarinnar í Kína, að hann efnaðist illskiljanlega á örskömmum tíma og þess að kínversk stjórnvöld hafa hönd í bagga með þessum kaupum, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Halda áfram að lesa
Dópskuld Bjarna Ben
Í dag birtist athyglisverð grein í Fréttablaðinu, eftir Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur. Greinin er athyglisverð af því að hún segir einfaldan sannleika á einfaldan hátt. Það er alltaf sláandi þegar maður hefur sjálfur hugsað svipaðar hugsanir, án þess að geta fært þær í svona einfaldan búning. Afhjúpanir af þessu tagi eru náskyldar sögunni um Nýju fötin keisarans, og nú þegar Ólöf er búin að benda á nektina get ég ekki stillt mig um að endursegja örlítið af því sem hún sagði: Halda áfram að lesa
Álfatrúartrú Íslendinga
Því er stundum haldið fram að Íslendingar trúi á álfa og huldufólk. Um þetta má deila, en fæstir vita þó uppruna þessarar trúar á álfatrú landsmanna. Lausleg athugun leiðir eftirfarandi í ljós (í samræmi við þær hefðir sem virðast gilda í umræðum um þessi mál og skyld verður hér vandlega forðast að geta heimilda eða áreiðanlegra gagna): Halda áfram að lesa
Samtrygging, einelti, Ögmundur og Sigmundur
Það er ekki geðslegt að sjá Ögmund Jónasson taka til varna fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hér, og ömurlegt að heyra íslenskt valdafólk tala eina ferðina enn um réttmætar spurningar fjölmiðla sem einelti. Ögmundur gengur reyndar skrefi lengra, og líkir fjölmiðlum við morðingja, sennilega af því honum finnst einelti ekki nógu krassandi lýsing á þeim „ofsóknum“ sem hann og félagar hans verða fyrir. Halda áfram að lesa