Greinasafn fyrir flokkinn: Lög og réttarkerfi
Mega dómstólar hunsa stjórnarskrá?
Hlutafélög og upplýsingalög
Í þessum nýlega dálki í Guardian er varpað fram nýstárlegri en tímabærri hugmynd. Í stuttu máli: Halda áfram að lesa
Vilja saksóknarar pólitískar ofsóknir?
Í Ákærendafélagi Íslands eru, samkvæmt formanni þess Jóni H. B. Snorrasyni, allir handhafar ákæruvalds í landinu, þ.á.m. saksóknarar, og fulltrúar þeirra. Félagið sendi Allsherjarnefnd Alþingis nýlega umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um meðferð sakamála, þar sem lagt er til að rannsóknarheimildir lögreglu verði auknar. Rökin fyrir auknum heimildum eru staðhæfingar greiningardeildar ríkislögreglustjóra um að „alvarleg skipulögð glæpastarfsemi væri að færast í vöxt hérlendis og að alþjóðlegir glæpahringir væru að skjóta hér rótum.“ Ennfremur heldur innanríkisráðherra, sem er upphafsmaður frumvarpsins, því fram að skipulögð glæpastarfsemi „grafi undan grundvallarmannréttindum“, þótt sú furðulega staðhæfing sé ekki skýrð nánar. Halda áfram að lesa
Ríkissaksóknari ver misgjörðir forvera
Jæja, þá er nýr ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, farin að verja misgjörðir forvera sinna í starfi. Það er ekki hlutlaus aðgerð, af hálfu ríkissaksóknara, að tala um „villandi umfjöllun“ og setja dóm Hæstaréttar, einan gagna, á vefsíðu embættisins.
Vonandi voru þetta byrjendamistök, og Sigríður lætur framvegis eiga sig að verja þá svívirðu sem framin var í nafni embættis hennar.
En gott væri að hún fjarlægði ummæli sín strax, og bæðist afsökunar á frumhlaupinu.