Ríkissaksóknari ver misgjörðir forvera

Jæja, þá er nýr ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, farin að verja misgjörðir forvera sinna í starfi. Það er ekki hlutlaus aðgerð, af hálfu ríkissaksóknara, að tala um „villandi umfjöllun“ og setja dóm Hæstaréttar, einan gagna, á vefsíðu embættisins.

Vonandi voru þetta byrjendamistök, og Sigríður lætur framvegis eiga sig að verja þá svívirðu sem framin var í nafni embættis hennar.

En gott væri að hún fjarlægði ummæli sín strax, og bæðist afsökunar á frumhlaupinu.

Deildu færslunni