Heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson á „von á því“ að ríkissjóður fjármagni byggingu nýs Landspítala með sölu ríkiseigna.
Greinasafn fyrir flokkinn: Kynjapólitík og jafnréttismál
Frekja að vilja fatla umræðuna
Sögnin að fatlast hefur nokkrar merkingar, þar á meðal að forfallast (fatlast frá verki) og að skaðast eða meiðast. Það er væntanlega það sem Vigdís Finnbogadóttir átti við þegar hún sagði að RÚV hefði fatlast svolítið. Að orðið þýði líka að missa einhverja hæfni sem venjuleg er meðal fólks gerir ekki að verkum að orðið geti ekki lengur haft hinar merkingarnar, auk þess sem það getur með engu móti verið niðrandi fyrir fatlað fólk að talað sé um að stofnanir fatlist.
Svona virkar átak gegn kynbundnu ofbeldi
Svo virðist sem margir skilji ekki hvernig 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi virkar, svo ég ætla að útskýra hvernig þetta gerist:
Berjumst gegn ofbeldi bænda
Á Íslandi ríkir bændaveldi. Í þúsund ár voru það bændur sem réðu lögum og lofum, kúguðu hjúin og komu í veg fyrir að almenningur gæti um frjálst höfuð strokið, hvað þá að alþýðan gæti starfað við það sem henni sýndist, og engir komust til mennta nema þeir sem áttu ríka bændur að. Allar valdastöður í landinu voru í þúsund ár mannaðar bændum; bæði sýslumenn og prestar voru bændur, sem og allir héraðshöfðingjar aftur til landnámsaldar. Bændur réðu öllu atvinnulífi landsins í meira en tíu aldir, ekki bara landbúnaðinum heldur einnig öllum sjávarútvegi fram á síðustu öld, þar sem þeir kúguðu vinnumenn sína til sjósóknar og meinuðu öðrum að sækja sjó.
Kynjagleraugu, með brotið á báðum
Nýlega kom út skýrsla stýrihóps hjá Reykjavíkurborg um Kynjaða fjárhags- og áætlunargerð. Hér að neðan rek ég nokkur dæmi úr þessari skýrslu, og geri svolitlar athugasemdir til skýringa.