Berjumst gegn ofbeldi bænda

Á Íslandi ríkir bændaveldi.  Í þúsund ár voru það bændur sem réðu lögum og lofum, kúguðu hjúin og komu í veg fyrir að almenningur gæti um frjálst höfuð strokið, hvað þá að alþýðan gæti starfað við það sem henni sýndist, og engir komust til mennta nema þeir sem áttu ríka bændur að.  Allar valdastöður í landinu voru í þúsund ár mannaðar bændum; bæði sýslumenn og prestar voru bændur, sem og allir héraðshöfðingjar aftur til landnámsaldar.  Bændur réðu öllu atvinnulífi landsins í meira en tíu aldir, ekki bara landbúnaðinum heldur einnig öllum sjávarútvegi fram á síðustu öld, þar sem þeir kúguðu vinnumenn sína til sjósóknar og meinuðu öðrum að sækja sjó.

Halda áfram að lesa