RÚV auglýsir ráðgjafa Enrons, ókeypis

Í kvöldfréttum RÚV var langur kafli um skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey hefur skrifað um íslenskt efnahagslíf.  Þar er ýmsu haldið fram, bæði hlutum sem lengi hafa verið vitaðir og eru varla fréttaefni (Íslendingar vinna langan vinnudag og framleiðnin er lítil á vinnustund), og öðru sem vonlaust er að spá fyrir um arðsemina á, eins og rafmagnssölu um sæstreng til Evrópu.

Halda áfram að lesa

Opið bréf til Páls RÚVstjóra

Kæri Páll
Svona leit dagskrá RÚV út daginn sem einhver mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðslan í sögu landsins fór fram: http://dagskra.ruv.is/dagskra/2012/10/20/
Nú þarf einhver að segja af sér á RÚV vegna hneykslisins.  Því miður er ekki hægt að reka dagskrárstjórann, því hún hljóp út í fússi fyrir tveim vikum.  Þá verður næsti yfirmaður hennar að segja af sér, sem ég held að sé þú, sorrí …
Bæbæ,
E
PS.  Væri ég í þínum sporum og vildi reyna að ljúga mig út úr þessu (sem ég myndi ekki vilja, en ég er ekki þú), þá myndi ég að minnsta kosti biðjast auðmjúklega afsökunar, í hádegisfréttum á morgun.

Capcent, ríkiskirkjan og RÚV

Hér að neðan eru póstskipti mín víð Fréttastofu RÚV um tvennt:  Annars vegar að RÚV hefur ekki kynnt neinar skoðanakannanir vegna atkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrármálið.  Svo virðist sem það sé fyrirtæki úti í bæ sem ákveður um hvaða mál slíkar kannanir birtast í RÚV.  Hins vegar furðaði ég mig á að Spegillinn skyldi, í síðustu viku, láta prest úr ríkiskirkjunni reka áróður fyrir hagsmunum hennar, án þess að fá nokkurn á andstæðri skoðun í þáttinn.  Þetta eru allir póstar sem á milli fóru um hvort mál; ég fékk aldrei nein svör við síðari spurningum mínum. Halda áfram að lesa

Hið ómeðvitaða samsæri heimskunnar

Þótt ég sé með hálfgert ofnæmi fyrir hnyttnum tilvitnunum, vegna þess hve þær eru ofnotaðar (ekki síst ef maður ferðast um á Facebook), þá á ég mér samt uppáhalds „tilvitnun“.  Hún er svona á ensku: „Never attribute to conspiracy what can be adequately explained by stupidity“.  Þessu mætti snara svo á íslensku: „Ekki líta á það sem samsæri sem auðvelt er að útskýra með heimsku“.

Halda áfram að lesa