Capcent, ríkiskirkjan og RÚV

Hér að neðan eru póstskipti mín víð Fréttastofu RÚV um tvennt:  Annars vegar að RÚV hefur ekki kynnt neinar skoðanakannanir vegna atkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrármálið.  Svo virðist sem það sé fyrirtæki úti í bæ sem ákveður um hvaða mál slíkar kannanir birtast í RÚV.  Hins vegar furðaði ég mig á að Spegillinn skyldi, í síðustu viku, láta prest úr ríkiskirkjunni reka áróður fyrir hagsmunum hennar, án þess að fá nokkurn á andstæðri skoðun í þáttinn.  Þetta eru allir póstar sem á milli fóru um hvort mál; ég fékk aldrei nein svör við síðari spurningum mínum. Halda áfram að lesa