Það er mörg manneskjan nú um stundir sem vill slá sig til riddara með því að berja sér ógurlega á brjóst og krukka með bitlausum kuta í ræksnið af karlaveldinu, sem liggur í andarslitrunum, og þótt fyrr hefði verið. Það er engin ástæða til að amast við því í sjálfu sér, en hitt er dálítið lakara að í stað þess að fagna dauða þursins espa hinir blóðþyrstu til áframhaldandi ófriðar, nú gegn helmingi samfélagsins, þeim sem hafa fæðst karlkyns, án þess að vera spurðir hvort þeir kærðu sig um það, og þótt nánast engir þeirra hafi nokkurn tíma tilheyrt neinu karlaveldi. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Skrípaleikur Karls Garðarssonar með tölur
Í þessari frétt á Eyjunni er haft eftir Karli Garðarssyni, þingmanni Framsóknar, að gagnrýni Kára Stefánssonar á afstöðu ríkisstjórnarinnar til fjárframlaga til Landspítalans sé „pólitískur skrípaleikur“. Það rökstyður hann með því að benda á að framlög til LSH hafi aukist um 30% á síðustu þrem árum, og slíkt hafi varla gerst annars staðar á byggðu bóli. Halda áfram að lesa
Opið bréf til Ólafar Nordal um hælisleitendur
Sæl Ólöf,
Þegar ég ákvað að skrifa þér var það þessi frétt sem ég hafði í huga, og ætlaði eiginlega bara að fjalla um hana:
http://www.dv.is/frettir/2015/
Femínismi, venslasekt og vondir karlar
[Þessi pistill hefur verið leiðréttur, þar sem upphaflega var ranglega haldið fram að um væri að ræða grein en ekki viðtal.]
Nýlega birtist þetta viðtal, þar sem körlum er, beint og óbeint, lýst sem ofbeldisfullum, og allt ofbeldi gert „karllægt“ og tengt við hugmyndir um „karlmennsku“ sem hljóta að koma spánskt fyrir sjónir þeim sem alist hafa upp meðal íslenskra karla og kvenna síðustu áratugina. Halda áfram að lesa
Tónlistarkennslu inn í skólakerfið?
Það hafa lengi staðið yfir átök milli tónlistarskóla og þeirra sveitarfélaga sem hafa borgað skólunum, að hluta, fyrir þá menntun sem þeir veita. Ég hef ekki fylgst náið með þessu, en sýnist að þessi átök séu að harðna, í kjölfar þess að þrengt sé að þessu námi, hugsanlega vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélaga, sem virðist a.m.k. eiga við um Reykjavíkurborg. Halda áfram að lesa