Sannleiksförðun og karlaníð Hrannars B. Arnarssonar

Það er mörg manneskjan nú um stundir sem vill slá sig til riddara með því að berja sér ógurlega á brjóst og krukka með bitlausum kuta í ræksnið af karlaveldinu, sem liggur í andarslitrunum, og þótt fyrr hefði verið. Það er engin ástæða til að amast við því í sjálfu sér, en hitt er dálítið lakara að í stað þess að fagna dauða þursins espa hinir blóðþyrstu til áframhaldandi ófriðar, nú gegn helmingi samfélagsins, þeim sem hafa fæðst karlkyns, án þess að vera spurðir hvort þeir kærðu sig um það, og þótt nánast engir þeirra hafi nokkurn tíma tilheyrt neinu karlaveldi. Halda áfram að lesa