Hér að neðan eru póstskipti mín víð Fréttastofu RÚV um tvennt: Annars vegar að RÚV hefur ekki kynnt neinar skoðanakannanir vegna atkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrármálið. Svo virðist sem það sé fyrirtæki úti í bæ sem ákveður um hvaða mál slíkar kannanir birtast í RÚV. Hins vegar furðaði ég mig á að Spegillinn skyldi, í síðustu viku, láta prest úr ríkiskirkjunni reka áróður fyrir hagsmunum hennar, án þess að fá nokkurn á andstæðri skoðun í þáttinn. Þetta eru allir póstar sem á milli fóru um hvort mál; ég fékk aldrei nein svör við síðari spurningum mínum. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Klámstjarnan Gail, Guðbjartur og Skúli
Það er unnið að því hörðum höndum þessa dagana að auka til muna stríðsreksturinn í „stríðinu við klámið“. Helstu fréttir síðustu daga hafa verið af klámráðstefnu sem haldin var af velferðar- , innanríkis- og menntamálaráðuneytinu. Aðalstjarnan á ráðstefnunni var Gail Dines, sem kynnt er sem fræðimaður (sem virðast miklar ýkur, ef ekki hreinn þvættingur, sjá hér að neðan), en sem hikar ekki við að ausa úr sér staðhæfingum um klám og skaðsemi þess, án þess að benda á áreiðanleg gögn máli sínu til stuðnings. Halda áfram að lesa
Heift Gunnars Helga gegn persónukjöri
Á þriðjudaginn í síðustu viku var Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, í viðtali í Speglinum um tillögu Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Þar var hann meðal annars spurður um ákvæði um persónukjör í tillögunni, og svaraði svo:
Halda áfram að lesa