Jónína Rós Guðmundsdóttir þingmaður bendir í dag á þann kynjahalla sem er viðvarandi á landsbyggðinni, þar sem konur, sérstaklega ungar konur, flytja í miklu meiri mæli í þéttbýlið en karlar. Ekki er ótrúlegt að þetta stafi meðal annars af því að konur fara miklu frekar í háskólanám en karlar; fjöldi kvenna í háskólanámi mun vera um tvöfaldur á við karla.
Ef hlutföllin á landsbyggðinni væru öfug, og karlar væru miklu fjölmennari í háskólanámi en konur, er ég nokkuð viss um hver viðbrögð margra stjórnmálamanna yrðu. Í samræmi við það legg ég til að landsbyggðarkörlum verði boðnir sérstakir jafnréttisstyrkir til að flytja í þéttbýli.