Björn Ingi að ritskoða Eyjuna?

Í gærkvöldi lenti ég í athyglisverðu atviki í athugasemdakerfinu við þennan pistil Egils Helgasonar á Eyjunni.  Það byrjaði með því að ég skrifaði ummæli þar sem ég talaði um heimsku og hroka sem þætti í persónuleika Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis.  Skömmu síðar gerði Facebook-notandi sem kallar sig „Eyjan“ eftirfarandi athugasemd við það sem ég hafði sagt (hér er skjáskot af þræðinum):

Halda áfram að lesa

Er Gísli Freyr Valdórsson sá seki?

Fyrir tæpum tveim mánuðum skrifaði ég innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og ráðuneytisstjóranum Ragnhildi Hjaltadóttur, og spurði um tilurð og dreifingu minnisblaðs sem fjallað var um í þessum pistli og sem mikið hefur verið í fréttum undanfarna mánuði.  Ég fékk „svar“ daginn eftir frá Ragnhildi, en það var bara útúrsnúningar og engu svarað af því sem ég spurði um.  Þrátt fyrir nokkrar ítrekanir, þar sem ég benti á að ég hefði spurt um allt annað en það sem „svarað“ var, hef ég ekkert heyrt frekar frá þeim stöllum.

Halda áfram að lesa

Vondir háskólar, viljalaus stjórnvöld

[Breytt kl. 21:58, 7. apríl 2015:  Mér hefur verið bent á að staðhæfing mín í þessum pistli um samband Háskóla Íslands og forstjóra Hjartaverndar, sé röng. Ég vil ekki breyta pistlinum svo löngu eftir að hann er skrifaður, en set athugasemd við þetta í honum sjálfum líka. Og biðst hér með afsökunar á þessu ranghermi mínu.] Halda áfram að lesa

Vinnur Gylfi Arnbjörnsson fyrir SA?

Í Kastljósi í gærkvöldi byrjaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á því að útskýra að Samtök atvinnulífsins hefðu í upphafi viðræðna um nýgerða kjarasamninga lýst yfir að þau vildu ekki meira en 2% launahækkun, og Gylfi talaði eins og það hefði gert samningana erfiða.  Gylfi endurtók þessa möntru nokkrum sinnum í þættinum, í svolítið mismunandi formi.

Halda áfram að lesa