Föstudagskvöld

350 manns í húsinu og ég hef ekki tekið heilan frídag síðan ég man ekki hvenær. Enn bólar ekkert á þessum skemli sem mér var lofað þegar ég byrjaði hér. Verkjar í liðina og þótt ég reyni að bera mig sæmilega kemur afkastaleysið upp um mig. Ég er vön að hamast eins og skriðdreki en í kvöld hef ég ekki undan. Eldhússmamman hjálpar mér og í lokin kemur kokkastelpan líka í uppvaskið. Öll eldhús ættu að hafa svona eldhússmömmu. Án hennar hefði ég verið að fram undir morgun. Lambasteikin enn í leðurgallanum, verður þessum dreng aldrei heitt? Halda áfram að lesa

Gullkorn

Gullkorn dagsins er úr samninum Eflingar fyrir starfsfólk hótela og veitingahúsa, frá árinu 2003. Það hljóðar svo:

Þernum er ekki skylt að gera stórhreingerningar á loftum gistideilda.

And I still haven’t found …

Eldhúsið fullt af undarlegasta fólki. Kertagerðarmaðurinn búinn að bræða upp kertastubba mánaðarins á gashellu, fer út með vaxið og Vínveitan stendur yfir honum og dregur stórlega í efa að nokkuð umfram bras og subbuskap komi út úr tilraunum hans til framþróunar á sviði kertagerðar. Halda áfram að lesa