-Mig vantar félagsskap! kveinaði ég.
-Ég er hér, sagði sonur minn Fatfríður.
-Elskan, þú ert einn af mínum allra bestu vinum en í augnablikinu vantar mig vinkonu, þú veist stelpu, og Spúnkhildur er í einhverju satanísku afmæli og Sigrún stendur í húsaviðgerðum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Tímavillti Víkingurnn
Og þá hitti skrattinn ömmu sína
Einn morguninn furða ég mig á tíðum komum gullfiskarlsins og föruneytis hans á veitingahúsið. Var það ekki bara um síðustu helgi sem þeir voru hér alla nóttina að þrífa búrin?
-Eruð þið alltaf að þrífa þessi fiskabúr eða hvað eruð þið eiginlega að gera? segi ég. Halda áfram að lesa
Föstudagskvöld
350 manns í húsinu og ég hef ekki tekið heilan frídag síðan ég man ekki hvenær. Enn bólar ekkert á þessum skemli sem mér var lofað þegar ég byrjaði hér. Verkjar í liðina og þótt ég reyni að bera mig sæmilega kemur afkastaleysið upp um mig. Ég er vön að hamast eins og skriðdreki en í kvöld hef ég ekki undan. Eldhússmamman hjálpar mér og í lokin kemur kokkastelpan líka í uppvaskið. Öll eldhús ættu að hafa svona eldhússmömmu. Án hennar hefði ég verið að fram undir morgun. Lambasteikin enn í leðurgallanum, verður þessum dreng aldrei heitt? Halda áfram að lesa
Zen
– Hvar í fjandanum á ég að ná í þessar 700.000 krónur sem mig vantar? spyr ég og skipti spilabunkanum. Drengurinn sem fyllir æðar mínar af Endorfíni fylgist með af uppgerðar áhuga. Halda áfram að lesa
Gullkorn
Gullkorn dagsins er úr samninum Eflingar fyrir starfsfólk hótela og veitingahúsa, frá árinu 2003. Það hljóðar svo:
Þernum er ekki skylt að gera stórhreingerningar á loftum gistideilda.
And I still haven’t found …
Eldhúsið fullt af undarlegasta fólki. Kertagerðarmaðurinn búinn að bræða upp kertastubba mánaðarins á gashellu, fer út með vaxið og Vínveitan stendur yfir honum og dregur stórlega í efa að nokkuð umfram bras og subbuskap komi út úr tilraunum hans til framþróunar á sviði kertagerðar. Halda áfram að lesa
Fötin skapa manninn
-Það er bara svo slæmt að byrja í ræstingum af því að það vill enginn taka þær að sér og þá er svo erfitt að vinna sig upp, sagði Blíða og botnaði hreint ekkert í því hvers vegna ég vildi ekki taka þessu gullna tilboði um að gerast gengilbeina. Halda áfram að lesa