Deit í kvöld

Jæja stelpur, allar að krossa fingur fyrir Evu. Ég er að fara að hitta mann í kvöld. Veit ekki mikið um hann en hann er allavega sætur, a.m.k. á mynd. Á 3 börn sem er mikill kostur og það sem meira er, þau eru hjá honum, allavega í kvöld. Ég er ekki ennþá búin að spyrja hann hvort það sé bara tilviljun að hann sé með þau í miðri viku eða hvort þau búi hjá honum. Halda áfram að lesa

Vill svo til

Ég nennti ekki út en spurði tarotspilin ráða. Þau lofuðu mér vonbrigðum, harmi og gengishruni ef ég færi út, dauða, tímasóun, og kvíðakasti ef ég sæti heima. Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni kom í heimsókn og bjargaði mér frá geðbólgu aldarinnar. Halda áfram að lesa

Vitringurinn

-Eva, heldurðu að geti verið að ég sé vitur? sagði Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni.
Ég virti hann fyrir mér og mátaði í huganum síðskegg á lukkutröllsandlit hans.
-Ég meina ekki svona gáfaður eða klár. Ég hef náttúrulega aldrei verið góður í stærðfræði eða neitt …
-Ég veit hvað þú átt við, sagði ég og reyndi að sjá fyrir mér telpulegan líkama hans í klæðum Gandálfs. Halda áfram að lesa