Samt er ég góður strákur

Hvað er ég að gera hér? Þegar allt kemur til alls hef ég hvorki orðið þess vör að sýn hans á manneskjuna og heiminn sé áhugaverðari en gengur og gerist né hefur hann sýnt mér persónulega athygli eða kitlað hégómagirnd mína. Hann hann er frekar klár í venjulegri merkingu þess orðs en ekki djúpvitur. Hann segir skemmtilega frá en fyndni hans er ekki á neinum heimsmælikvarða. Mér finnst hann sætur en ekki svo íðilfagur að ég myndi nenna að hanga yfir honum klukkutímum saman bara þessvegna. Auk þess er kynslóðabil á milli okkar. Halda áfram að lesa

Leigusál

Eva: Viltu leika við mig eftir vaktina?
Bruggarinn: Leika við þig? Hvað viltu gera?
Eva: Við leikum að ég sé Djöfullinn. Þú selur mér sál þína á fimmhundruðkall og þar með verður þú að gera allt sem ég segi þér.
Bruggarinn: Ertu klikkuð? Ég sel ekki sál mína á fimmhundruð kall, ég vil fá fimmtánhundruð. Halda áfram að lesa

Jólahlaðborð

Hótelstjórinn bauð staffinu í jólahlaðborð. Missti sig í óhóflegt örlæti, keypti barinn og sagðist ætla að fara á hausinn með stæl. Jeminn hvað við drukkum mikið. Samt varð ég ekki full sem er í rauninni ótrúlegt í ljósi þess að ég drakk eins mikið frá syni mínum og Sykurrófunni og ég mögulega komst yfir. Bara svo helvíti erfitt að ætla að takmarka unglingadrykkju með því að stela úr glösum barnanna þegar þau fá ótakmarkað magn áfengis afgreitt á barnum án þess að borga fyrir það. Halda áfram að lesa