tja

-Það gengur fjöllunum hærra að þið Bruggarinn séuð nánast orðin par, sagði Spengilfríður þegar ég mætti í vinnuna í kvöld.
-Já, ég hef heyrt það líka en það reyndist bara hin mesta lygi, svaraði ég.
-Mér finnst að þið ættuð að gera alvöru úr því, það er kominn tími á að eitthvað gerist í ástamálum á þessum vinnustað, sagði hún. Halda áfram að lesa

Í hvaða rúmi?

Í vinnunni var ég spurð í þaula um skemmtanalíf mitt á föstudagskvöldinu. Þýðingarmiklar augngotur milli kokkanna og Þokka fylgdu og ég var farin að hallast að því að einhver hefði séð þegar ég steig inn í leigubílinn með Ástþóri Magnússyni undir morgun. Í örstuttri pásu króguðu Þokki og kokkarnir mig svo af í eldhússkróknum. Halda áfram að lesa

Nælonsokkur og riðlirí

Á venjulegu kvöldi vill bera við að Þokki leiti inn í eldhús, á hröðum flótta undan girndaraugnaráði vergjarnra kvenna -og þegar verst lætur hreinni og klárri áreitni. Að lokum var hann orðinn svo leiður á þessu að hann ákvað að mæta í nælonsokkum í von um að lostabríminn rénaði dálítið svo hann fengi vinnufrið. En þá tók ekki skárra við. Nú hefur hann ekki undan að bíta af sér káfsækna karla. Halda áfram að lesa

Missed call

Missed call á símanum mínum þegar ég lauk vinnu í gærkvöld. Hringt frá veitingahúsi í Reykjavík. Ég held ég viti hver var að reyna að ná í mig en hversvegna notaði hann ekki gemsann sinn? Ef ég hefði símanúmerið hans, myndi ég þá hringja, bara til að tékka á því hvort hann hefði verið að reyna að ná í mig? Hvað myndi ég þá segja? Halda áfram að lesa

Fyrirhuguð hýðing

Ég er foxill út í Hótelstjórann.

Í fyrsta lagi fyrir að hleypa þessu sataníska menntaskólaballi í húsið, í öðru lagi fyrir að ráða ekki fleira fólk til starfa á þessháttar kvöldi og í þriðja lagi af því að mér finnst heppilegt, til að hrella ekki fleiri en nauðsynlegt er, að taka alla reiði mína gagnvart mannkyninu, Bandaríkjaforseta og guðdómnum út á einum og sama manngarminum. Auk þess er hann karlmaður og það eitt nægir mér alveg til þess að skamma hann. Halda áfram að lesa