![]() |
Aðferðafræðin gekk upp |
Greinasafn fyrir merki: mótmæli
Þá vitum við það
Að mati lögreglunnar eru pólitískar aðgerðir mun alvarlegra mál en ölvunarakstur. Það er svosem skiljanlegt því ölvunarakstur er einungis ógn við líf og heilsu almennra borgara, þar sem hávaði á bál á Lækjartorgi fela hinsvegar í sér yfirlýsingu um að andóf verði ekki kæft með lögum, reglugerðum og valdbeitingu. Pólitískar aðgerðir ógna nefnilega sjálfu yfirvaldinu og hafa þegar komið mörgum óhæfum embættismönnum og kerfisköllum frá völdum. Slíkt ber lögreglunni að stöðva, sama þótt fylliraftar aki meðborgara sína niður á meðan löggan bjargar nokkrum vörubrettum frá bruna.
![]() |
Bál kveikt á Lækjartorgi |
Lögreglan sýnir sitt rétta andlit
![]() |
Sturlu bannað að þeyta lúðra |
Bara ekki rétta leiðin
Það er svosem rétt að þúsundir manna hafa dáið vegna utanrísisstefnu Georgs en að kasta skó í hann eru náttúrulega bara skrílslæti.
Við verðum að gera greinarmun á forsetanum Bush sem var bara að vinna vinnuna sína þegar hann lét drepa mann og annan, og manninum Bush, sem hefur ekkert af sér gert.
Það er kannski skiljanlegt að maðurinn sé reiður vegna allra þessarra dauðsfalla og hörmunga en hann verður að skilja að þetta er bara ekki rétta leiðin til að mótmæla. Auk þess skemmir svona skrílsháttur málstaðinn fyrir friðsömu mótmælendunum sem eru búnir að halda ræður og bera skilti allt frá upphafi Íraksstríðsins. Nú er öll þeirra vinna unnin fyrir gýg, vegna þessa ofbeldismanns.
![]() |
Skómaðurinn í haldi |
Bara ekki rétta aðferðin 2
Allt í lagi að mótmæla en hann ætti að gera það löglega. T.d. að ræða málið vinsamlega við sjávarútvegsráðherra. Svona glæpastarfsemi skilar engum árangri og skaðar málstaðinn. Öflugir andstæðingar kvótakerfisins munu nú unnvörpum taka það upp á arma sína, allt vegna skemmdarfíknar Ásmundar sem eyðir dýrmætum tíma landhelgisgæslunnar til einskis.
![]() |
Ásmundur mótmælir enn |
Bara ekki rétta aðferðin
Allt i lagi að mótmæla en það er nú óþarfi að trufla skrúðgöngu til þess. Hefði ekki líka verið nær að mótmæla í Tíbet?
![]() |
Mótmælendur handteknir |
Mér finnst rigningin góð
Saving Iceland liðar fóru að Þjórsá í dag.
Mér finnst rigningin góð. Þ.e.a.s. rigning eins og í dag. Ég man ekki hvenær ég var úti í svona úrhelli síðast, það hljóta að vera mörg ár. Við þurftum að borða nestið inni í bílunum, annars hefði það orðið að brauðsúpu. Halda áfram að lesa