Þá vitum við það

Að mati lögreglunnar eru pólitískar aðgerðir mun alvarlegra mál en ölvunarakstur. Það er svosem skiljanlegt því ölvunarakstur er einungis ógn við líf og heilsu almennra borgara, þar sem hávaði á bál á Lækjartorgi fela hinsvegar í sér yfirlýsingu um að andóf verði ekki kæft með lögum, reglugerðum og valdbeitingu. Pólitískar aðgerðir ógna nefnilega sjálfu yfirvaldinu og hafa þegar komið mörgum óhæfum embættismönnum og kerfisköllum frá völdum. Slíkt ber lögreglunni að stöðva, sama þótt fylliraftar aki meðborgara sína niður á meðan löggan bjargar nokkrum vörubrettum frá bruna.

mbl.is Bál kveikt á Lækjartorgi

One thought on “Þá vitum við það

  1. —————————————————-

    Já þær eru skrítnar áherslunnar, án þess að ég ætli að taka afstöðum með eða á móti þessu í nótt. Var ekki þarna á ferðinni duglegt fólk. Það er alltaf kveikt bál inní Þórsmörk og ekki er löggan að amast við því.

    Það er kannski munur á sveita löggu og varðhundum auðvalds?

    Ekki það að þessir menn sem þurfa að berja á samlöndum sínum hafa sennilega aldrei átt von á að þurfa þessi.

    Alveg eins og flugstjóri er allan ferilinn að undirbúa nauðlendingu sem hann vonar að gagnist aldrei.

    Lifi byltingin.

    Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 10:28

    —————————————————-

    Forgangsröðunin hjá löggunni er mjög furðuleg, enda arfur frá stefnu óhæfasta dómsmálaráðherra fyrr og síðar, sjálfur Birni skaufhala Bjarnasyni. Það þarf að skipta út spilltum lögreglustjórum á svæðinu þar sem þeir eru plantaðir spillingarsprotar nefnds fyrrverandi dómsmálaráðherra.

    corvus corax, 15.2.2009 kl. 10:28

    —————————————————-

    og tilraun til þess að kveikja í miðbænum er ekki ógn við líf fólks?

    Fannar frá Rifi, 15.2.2009 kl. 10:29

    —————————————————-

    Það var engin tilraun gerð til að ‘kveikja í miðbænum’. Hinsvegar var gerð tilraun til að kveikja í vörubretti og pappakössum, á miðju Lækjartorgi þar sem mannvirkjum stafar engin hætta af. Eina hættan sem skapaðist var þegar lögregla hrinti fólki í átt að bálinu og réðst að því með kylfur á lofti.  Aðgerðin við Þjóðleikhúsið í búsáhaldabyltingunni fór t.d. fullkomlega vel fram, enda lét löggan þá lítið á sér bera.

    Þetta var fámennur hópur og sennilega hefði dæmið verið búið um 11 leytið ef löggan hefði haldið sig til hlés. Í stað þess kusu þeir að ögra fólkinu og draga þetta þannig á langinn.

    Eva Hauksdóttir, 15.2.2009 kl. 10:41

    —————————————————-

    Táknrænt, að yfirvöld skuli einbeita kröftum sínum í að slökkva eld í nokkrum vörubrettum, í stað þess að finna og handsama þá brennuvarga, er sannanlega settu allt í bál og brand og skildu heilt þjóðfélag eftir í rjúkandi rúst…

    Ásgeir Kristinn Lárusson, 15.2.2009 kl. 11:05

    —————————————————-

    Það fylgir nú möguleg rosahætta þegar almennir borgarar séu að kveikja í ýmsa hluti niðri í midbæ. Mér skilst að það hafi verið vindur í nótt og því gæti „friðsamlegir“ eldvargar misreiknað áhrif elda sinna og svo er ekkert úti hött að einhver drukkinn fábjáni eða unglingur hefði getað kveikt í húsi „in the heat of the night“. En nei, auðvitað er það lögreglunni að kenna enn og aftur, það eru aldrei neinir aðrir möguleikar á þessari síðu.

    MacGyver, 15.2.2009 kl. 11:09

    —————————————————-

    „Táknrænt, að yfirvöld skuli einbeita kröftum sínum í að slökkva eld í nokkrum vörubrettum, í stað þess að finna og handsama þá brennuvarga, er sannanlega settu allt í bál og brand og skildu heilt þjóðfélag eftir í rjúkandi rúst…“

    Ég hef fengið algjörlega nóg af slíkum kommentum. Bara af því að fólk X hefur brotið lög, gerir það ekki alltilag fyrir fólk Y að brjóta lög, og sérstaklega ekki þar sem það hefur ekki verið sýnt fram á að fólk X hafi brotið nein lög!

    MacGyver, 15.2.2009 kl. 11:11

    —————————————————-

    Þegar Y er almennur borgari sem hefur orðið fyrir fjárhagslegri hópnauðgun, sem engin leið er að fá bætta, og sér fram á að nauðgararnir fái áfram að vaða uppi, honum sjálfum og öðrum til óheilla, þá hefur Y siðferðilega rétt til að koma þeim hinum sömu út þeirri aðstöðu að geta haldið áfram að eyðileggja líf hans. Hvað sem öllum lögum líður.

    Það var engin hætta á því að vindur bæri eld að húsum. Til þess hefði þurft að kvikna í gangstéttinni.

    Eva Hauksdóttir, 15.2.2009 kl. 11:43

    —————————————————-

    Í raun er ég hissa á því að ekki hefi verið meira um svona mótmæli þar sem Davíð er ennþá að valda þjóðinni geigvænlegu fjárhagslegur- og ímyndarlegu tjóni.

    Og ekki má gleyma því að í mikilvægasta réttlætismál þjóðarinnar – að hér verði skipað í óflokkspólitískt Stjórnlagaþing – er ekkert farið að gerast hjá núverandi yfirvöldum.

    Þá er auðvitað fullkomlega óásættanlegt að þeir sem bera ábyrgð á hruninu og geyma gróðann af því – sem þeir bókstaflega rændu úr vösum almennings með klækjum – á eyjum í Karapískahafinu.

    Á meðan aðallinn situr ennþá óáreittur og almenningur í landinu upplifir ekki réttlæti – verður ekki komið á friði hér. Byltingunni lýkur ekki fyrr en aðallinn hefur verið sviptur forréttindum sínum sínum.

    Þór Jóhannesson, 15.2.2009 kl. 12:16

    —————————————————-

    „Þegar Y er almennur borgari sem hefur orðið fyrir fjárhagslegri hópnauðgun, sem engin leið er að fá bætta, og sér fram á að nauðgararnir fái áfram að vaða uppi, honum sjálfum og öðrum til óheilla, þá hefur Y siðferðilega rétt til að koma þeim hinum sömu út þeirri aðstöðu að geta haldið áfram að eyðileggja líf hans. Hvað sem öllum lögum líður.“

    Ekki ef Y hefur verið hluti af ferlinu að halda nauðgun (útrásina) lögleg.

    „Það var engin hætta á því að vindur bæri eld að húsum. Til þess hefði þurft að kvikna í gangstéttinni.“

    Tja, ég veit nú ekki. Hef ég oft heyrt sögur um svakalega elda sem hafa hafist í ruslatunnum fyrir utan húsum og þannig laga. Ég tel það allavega rétt hjá löggunni að fylgjast með þesum eldum og get ekki skilið hvernig ein einasta maneskja getur verið ósammála því.

    MacGyver, 15.2.2009 kl. 13:48

    —————————————————-

    MacGyver: „Ekki ef Y hefur verið hluti af ferlinu að halda nauðgun (útrásina) lögleg.“ Endilega útskýrðu mál þitt. Ég ætla rétt að vona að þú sért ekki einn af þessum vitleysingum sem halda því fram að hvert einasta mannsbarn á Íslandi beri ábyrgð á hruninu, ef svo er, þá er ekki hægt að taka mark á þér, þú ert biluð plata. „Tja, ég veit nú ekki. Hef ég oft heyrt sögur um svakalega elda sem hafa hafist í ruslatunnum fyrir utan húsum og þannig laga. Ég tel það allavega rétt hjá löggunni að fylgjast með þesum eldum og get ekki skilið hvernig ein einasta maneskja getur verið ósammála því.“ Tja, engin ruslafata var við neitt hús, heldur var brennan á miðju torginu, áttu erfitt með að skilja það? Auðvitað er í lagi að löggan fylgist með eldinum en heldurðu að þeir hafi ekki gert aðeins meira en það? Ef þú fattar ekki það að þegar lögreglan mætir á svæðið með kylfur á lofti og piparúða í vasanum þá magnast upp ástandið sem annars hefði hætt miklu fyrr, þá hefurðu aldrei mætt á mótmæli sjálfur. Ættir kannski að prófa að slíta þér frá tölvuskjánum, hætta að blogga í smá stund og hundskast út til að horfa á lífið með eigin augum, ekki trúa öllu á Mbl sem heilögum sannleika um lífið og tilveruna.

    Björgvin Gunnarsson, 15.2.2009 kl. 14:20

    —————————————————-

    „“Ekki ef Y hefur verið hluti af ferlinu að halda nauðgun (útrásina) lögleg.“ Endilega útskýrðu mál þitt. Ég ætla rétt að vona að þú sért ekki einn af þessum vitleysingum sem halda því fram að hvert einasta mannsbarn á Íslandi beri ábyrgð á hruninu, ef svo er, þá er ekki hægt að taka mark á þér, þú ert biluð plata.“

    Ég er að tala um lög á Íslandi. Ef fólk X leyfir lög A, fólk Y fylgir lög A, þá getur ekki fólk X talið lög hafa verið brotin af hálfu fólk Y.

    „Tja, engin ruslafata var við neitt hús, heldur var brennan á miðju torginu, áttu erfitt með að skilja það? Auðvitað er í lagi að löggan fylgist með eldinum en heldurðu að þeir hafi ekki gert aðeins meira en það? Ef þú fattar ekki það að þegar lögreglan mætir á svæðið með kylfur á lofti og piparúða í vasanum þá magnast upp ástandið sem annars hefði hætt miklu fyrr, þá hefurðu aldrei mætt á mótmæli sjálfur. Ættir kannski að prófa að slíta þér frá tölvuskjánum, hætta að blogga í smá stund og hundskast út til að horfa á lífið með eigin augum, ekki trúa öllu á Mbl sem heilögum sannleika um lífið og tilveruna.“

    Auðvitað á lögreglan að mæta með kylfur á lofti og handtaka fólk sem fremur íkveikju og eignarspillingu. Lögreglan á að halda lögum uppi. Telur þú lögreglan eiga að vera gera eitthvað annað?

    MacGyver, 15.2.2009 kl. 14:31

    —————————————————-

    Segið svo að lífið geti ekki verð algebra!

    Ef fólk X kýs fólk Z til þess að setja lög fyrir fólk X en fólk Z svíkur fólk X og setur lög þar sem fólk A getur rænt fólk X fjárhagslegu sjálfstæði sínu að þá rís fólk X einfaldlega upp gegn þeim sem þau kusu, fólki Z og sveik það, og svo vantar eitt inn í þessa formúla sem algebran mun aldrei ná að fanga og það er siðferðiðslega hliðin. En þú vilt e.t.v. ekki hafa hana inni í jöfnunni því þá er brot fólk A verulega ljótt og skiljanlegt að fólk X rísi upp gegn því – alveg sama þó búið sé að velta fólki Z.

    Fattarðu þetta e.t.v. MacGyver!

    Þór Jóhannesson, 15.2.2009 kl. 14:40

    —————————————————-

    En hvað er málið með þessa bálkesti??? Lagast allt ef þið kveikið eld? Alveg er ég viss um að ef löggan bæði ykkur að kveikja eld þá mynduð þið gera öfugt. þið eruð eins og 5 ára krakkar

    Eiríkur (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 14:57

    —————————————————-

    Tek undir þetta Eiríkur. Til hvers var bálið kveikt? Ekki til að mótmæla heldur til þess að ógna og kalla fram viðbrögð. Rétt eins og allir fimm ára krakkar gera.

    Þórður Vilberg Oddsson, 15.2.2009 kl. 15:34

    —————————————————-

    „Ef fólk X leyfir lög A…“

    Ég hef ekki séð Evu eða aðra sem taka undir málstað mótmælenda halda því fram að hafa nokkurn tímann fallist á löggjöf þessa lands.

    Samt má ekki rugla því saman við að ætlast til þess að ríkisvaldið gagnvart almenningi haldi sig innan þess ramma sem því hefur verið sett með lögum. Það er grundvallarmunur á því hvort að valdalaus einstaklingur virði lög og hvort ríkisvaldið virði þau. Fullyrðingin kann að virðast mótsagnakennd en tilkoma löggjafar sem heftir ríkis- og auðvald (það er enginn reginmunur á beitingu ríkis- og auðvalds) er það helsta sem skapað hefur þau mannréttindi sem við á annað borð búum við í dag.

    Einar Axel Helgason, 15.2.2009 kl. 15:49

    —————————————————-

    Það verður ekki raunveruleg bylting án elda, hinsvegar hræðast margir róttæka byltingu og vilja frekar láta taka sig í görnina áfram og óbreytt arðránskerfi en að hætta á breytingar með öllu því róti sem fylgir.

    Georg P Sveinbjörnsson, 15.2.2009 kl. 16:06

    —————————————————-

    „Ef fólk X kýs fólk Z til þess að setja lög fyrir fólk X en fólk Z svíkur fólk X og setur lög þar sem fólk A getur rænt fólk X fjárhagslegu sjálfstæði sínu að þá rís fólk X einfaldlega upp gegn þeim sem þau kusu, fólki Z og sveik það, og svo vantar eitt inn í þessa formúla sem algebran mun aldrei ná að fanga og það er siðferðiðslega hliðin. En þú vilt e.t.v. ekki hafa hana inni í jöfnunni því þá er brot fólk A verulega ljótt og skiljanlegt að fólk X rísi upp gegn því – alveg sama þó búið sé að velta fólki Z.“

    Gallinn í þessu er strax í byrjun. Ef fólk X kýs stjórn ABC með stefnur QPR og stjórn ABC fylgir ekki eftir þessar stefnur, þá fellur þessi stjórn annaðhvort við næstu kosningar eða fyrr. Þannig virkar lýðræði. 😉

    MacGyver, 15.2.2009 kl. 17:13

    —————————————————-

    ég skil ekki hvernig Evu tókst að ala upp börn miða við hvernig hún og sonur hennar eru .?

    Svo er öllu mótmælt Kárahn´jukum og þó araba glæpamenn er drepnir á GAZA og hvalveiðum okkar þjóðar.

    Það hefði átt að vera löngu búið að taka allt barnauppeldi og sjálfræði af EVu .

    Guðjón Ólafsson, 15.2.2009 kl. 17:17

    —————————————————-

    „Ég hef ekki séð Evu eða aðra sem taka undir málstað mótmælenda halda því fram að hafa nokkurn tímann fallist á löggjöf þessa lands.“

    Ég held að Eva og margir mótmælendur gera sér ekki grein fyrir hvaða lög þeir telja útrásarvíkinganna hafða brotið en telja samt að þeir hafa brotið þessa lög sem þeir vita ekkert um  . Og þeir réttlæta þannig sín eigin „alvöru“ lagabrot með einhver fantasy-lagabrot hjá ríka fólkinu.

    MacGyver, 15.2.2009 kl. 17:18

    —————————————————-

    MacGyver, hvaða lög sem er má aldrei taka hátíðlegar en þau gildi sem þau standa fyrir. Eflaust hafa útrásarvíkingarnir brotið einhver lög en þá eru þau bara hagfræðilegar túlkanir á þeim siðferðisreglum sem almennt banna gengdarlaust arðrán og valdarán.

    Guðjón, skammastu þín! Eva hefur væntanlega reynt að haga uppeldi á þann veg að sonur hennar er meðvitaður um siðferðislegar skyldur sínar umfram það sem mínímalískt siðferði kapítalismans gerir ráð fyrir. Ég reikna ekki með að þú munir nokkurn tímann leggja þig fram um að skilja mannlegt samfélag eða siðferði á annan hátt en þann sem valdið ætlast til af þér. Það mættu fleiri við því að innræta börnum sínum ábyrgt siðferði.

    Einar Axel Helgason, 15.2.2009 kl. 17:35

    —————————————————-

    MacGayver, sjónarhorn þitt er of þröngt og mótmælin/byltingin snýst um svo miklu meira en spillingu og arðrán hér á landi, þessi bylting er alþjóðleg og krabbameinið sem við er að eiga búið að dreifa sér um allan heim. Eflaust eru samt margir mótmælendur sem sjá ekki stóru myndina og halda að nóg sé að koma spilltum og óhæfum frá völdum á Íslandi. Vonandi rís almenningur um allan heim gegn meininu og finnur hjá sér hugrekki til þess, sumir hræðast breytinga meira en flest annað. FIREWALL.

    Georg P Sveinbjörnsson, 15.2.2009 kl. 17:41

    —————————————————-

    Dapurlegt þegar fólk getur ekki haldið sig á málefnalegu plani.

    Gunnar Ólafsson gerir sig með færslu sinni, sekann um persónuníð af sóðalegustu sort.

    Ógeðfeldar færslur af þessu tagi er nokkuð sem bloggheimurinn kærir sig ekki um.

    hilmar jónsson, 15.2.2009 kl. 18:14

    —————————————————-

    Guðjón ég skil ekki alveg hvað þú átt við með þessu: ‘og þó araba glæpamenn er drepnir á GAZA og hvalveiðum okkar þjóðar.’

    Áttu við að það fari í taugarnar á þér að fólk mótmæli manndrápunum á Gaza?

    Eva Hauksdóttir, 15.2.2009 kl. 19:19

    —————————————————-

    Nei Eiríkur og Þórður, það lagast ekkert við að kveikja eld, ekki við það eitt. Það lagast heldur ekkert við að halda ræðu eða ganga í kringum tjörnina með hjörtu dinglandi utan á sér. Pólitískar aðgerðir vinna saman. Tilgangur þeirra er:

    a) að vekja athygli á málefninu og umræðu um það

    b) að fylgja kröfum eftir til að knýja fram breytingar.

    Bál er táknrænt fyrir reiði og fyrir viljann til þess að eyða því kerfi sem við búum við. Tilgangur þess að kveikja bál er sá að vekja athygli á því að þarna er hópur sem er óánægður með eitthvað (í þessu tilviki tilraunir lögreglu til að þagga niður friðsamleg mótmæli) og til að ögra yfirvaldinu.

    Það er fráleitt að ögrun við yfirvald sé eitthvað sérstaklega tengd börnum. Andóf á sér stað í hverju því samfélagi þar sem réttlætiskennd manna er ofboðið. Það er eðlilegur hluti af þroskaferli barna að ögra valdi fullorðinna, vegna þess að síðar á ævinni munu þau þurfa á því að halda að kunna og þora að ögra raunverulegum andstæðingum.

    Eva Hauksdóttir, 15.2.2009 kl. 19:32

    —————————————————-

    Mér finnst ekkert eðlilegt við það að hrúga saman rusli í miðbænum á föstudagskvöldi og kveikja í því. Vegna þess að þetta getur verið hættulegt öðru fólki og nálægum byggingum sérstaklega á föstudagskvöldi með allt fullt af ölvuðu fólki í kring. Svo er þetta áræðanlega lögbrot án þess að ég sé 100% viss um það. Því er eðlilegt að lögreglan – hvers hlutverk er að „gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu“ mæti á svæðið og sjái til þess að eldar séu slökktir og þeir sem stóðu að lögbrotunum séu handteknir eða amk aðvaraðir og sektaðir.  Það er vegna þess að lögreglan gætir öryggis okkar borgaranna en er ekki „varðhundar auðvaldsins“ eins og sumir vilja meina eins klisjukennt og þetta orðasamband annars er orðið. Fólk getur bara ekkert búist við því að komast upp með þetta bara vegna þess að það titlar sig mótmælendur! Ef ég þetta hefði verið ég; ein kjelling – tja eða við kannski tvær vinkonurnar – hefðum kveykt í einhverju drasli á Lækjartorgi á föstudagskvöldi hefðum við auðvitað strax verið handteknar við þessa iðju hvort sem  við hefðum sagst vera að mótmæla háu matarverði eða láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

    Það að halda því fram að lögreglan, þessi meinti „varðhundur auðvaldsins“ sleppi því að handtaka „stútana“ af því að starfsmenn hennar séu uppteknir við átök við brennuvargana og það hafi stofnað lífi fólks í hættu þá má með sömu röksemdafærslu segja að þetta lið sem kveikti í niðri í bæ vissi og vonaði að lögreglan kæmi á vettvang svo úr yrði eitthvað almennilegt væri með því að sóa dýrmætum mannafla lögreglunnar  – á föstudagskvöldi….

    Það vill svo „skemmtilega “ til að þetta kvöld varð ég vitni að þessari uppákomu á Lækjartorgi þó ég hafi farið hratt framhjá og margir „mótmælendur“ sýndu lögreglunni mjög ögrandi framkomu, hrintu og örguðu og voru málstað sínum lítt til framdráttar.

    SO (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 21:42

Lokað er á athugasemdir.