Þeir þurftu líka að draga fólk á hárinu

Annars hefði fólkið kannski haldið að það byggi ekki í ríki sem stefnir í átt til fasisma.

mbl.is Enn reynt að kveikja eld

One thought on “Þeir þurftu líka að draga fólk á hárinu

  1. —————————————————-

    Það er líka svo gott að fá fréttir frá þér 🙂 Þú mundir alltaf segja saatt og rétt frá 😀 aldrei ýkja til að koma málstaðnum framar ;)Halli (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 06:33

    —————————————————-

     

    Ég held þú hafir hitt naglann á höfuðið. Sá þessa vitleysu í gærkvöldi og þetta er mitt mat. Vil taka fram að ég stóð nógu langt í burtu svo ekki væri ruglast á mér og liðinu.

    Mótmæli með góðan málstað á bakvið sig hafa misst marks einmitt þegar fólkið sem stendur á bakvið þau veit ekki hvenær á að hætta. Eva og hennar smástrákaher (sonur hennar og vinir hans) eru dæmi um slíkt.

    Tilgangur mótmælanna í nótt er að reyna að endurvekja hryllinginn sem var utan við alþingi þegar stóra bálið var kveikt og oslóartréð lést. Ekki vegna þess að þau hafi málstað nú heldur til að mótmæla mótmælanna vegna. Sumir hefja slíkt athæfi upp í starfsstétt sem „atvinnumótmælendur“. Tilgangur þessarar skæru sl kvöld og tímasetningin virðist hafa verið til að ná hlutlausu fólki sem finnst spennandi að taka þátt í einhverju ölæði til að gera sér dagamun á leið á pöbbinn… síðan þegar fönnið er búið fer það bara á barinn eftirá og skemmtir sér bara áfram enda sá tilgangur með veru þeirra í bænum. Ekki mótmæli.

    Tilgangur Evu og hennar 10-12 hettuklæddu lærisveina er þá að skýla sér bakvið þetta fólk í hóppnum og gera þeim um skoðanir… að þetta sé allt mótmælendur…. og segja „sjáiði fjöldann…“

    Einmitt slíkt fólk fór fyrir þegar aðallinn í frakklandi var hálshöggvinn… og síðan þegar allir þeir voru komnir undir græna torfu, nú þá var nærtækast að taka millistéttina… nú og svo alla sem áttu meira en eitt skópar því það hlaut að vera spillt. Endaði með að þessar sjálfsskipuðu raddir fólksins voru orðnir einræðisherrar sjálfir, dómarar og böðlar sínu verri en þeir sem áður höfðu verið við völd. Niðurstaðan var að það heilbrigða fólk sem eftir var tók þá til sinna ráða og hjó þetta anarkistalið niður til að enda þessa vitleysu.

    Því segi ég að fólk ætti ekki að dvelja við athafnir hettuklæddra, stefnulausra yðjuleysingja og gefa Evu og lærisveinum puttann…

    Mín skoðun og hún er jafn rétthá skoðunum hettuhersins lágvaxna sem engin markmið hefur önnur en anarki og kaos. (stjórnleysi og ringulreið)

    Ingólfur (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 08:54

    —————————————————-

    Bla… það voru ekki 10-12 hettuklæddir, hvað þá ‘lærisveinar’ mínir sem héldu uppi ólöglegum mótmælum í heila viku, með þeim afleiðingum að kröfur almennings náðu loks fram að ganga.

    Og nei Halli minn, það þarf ekki að ýkja eitt eða neitt til að ‘koma málstaðnum framar’. Málstaðurinn stendur alveg undir sér sjálfur, (í þessu tilviki var um að ræða svar byltingarsinnaðra stúdenta við þeirri óhæfu lögreglunnar að handtaka mann fyrir að valda truflun með hávaða í fullkomlega friðsamlegri aðgerð) og hvað varðar vinnubrögð lögreglunnar þá eru til hundruð mynda og myndbanda sem sýna algerlega óþarfa valdbeitingu. Það voru t.d. ekki uppi neinar þær aðstæður í gærkvöld sem réttlæta það að manneskja væri beinlínis dreginn á hárinu. Það var heldur engin ástæða til að skella í götuna konu sem gekk við hækjur og var engan veginn fær um að standa í neinum barningi.

    Eva Hauksdóttir, 15.2.2009 kl. 10:22

    —————————————————-

    Ef upptökur eru sannarlega til af slíkum athöfnum þá á að gera eitthvað í því. Ég sé ekki að menn komist upp með það þegar sannanir eru til gegn þeim, löggur eða aðrir. Nægir að skoða nýlega dóma til að sjá hversu „heilagir“ þeir eru eða þannig.

    Með Stulla karlinn þá var þetta ekkert eðlilegur hávaði. Það er til nokkuð sem við sem þekkjum til vinnuverndar og heilbrigðiseftirlitsins hættumörk hávaða og hávaðamengun. Það sem Stulli karlinn var með datt klárlega í þann pakka, þurfti ég ekki desíbel mælinn á símanum mínum til að sjá það 😀 Get ekki séð að það sé valdníðsla. Ég hef staðið nálægt kauna þegar hann blastaði þessi og það var ekkert eðlilegt, slíkur var dómstdagshávaðinn 🙂

    Það eina sem stjórnvaldið sýndi, eftir 15+ vikur af friðsamlegum mótmælum og nokkra daga af látum var að stjórnarsamstarfið var orðið tæpt og að samfylkingarmenn eru kellingar. Þeir þoldu ekki pressuna og notuðu ykkur sem afsökun. Hvað heldurðu að þeim sé ekki sama þó þið vælið og skælið.

    nú er ég ekki að ýta undir Sjálfstæðisflokkinn, ég er ekki að segja ða þeir séu betri, þeir eru annar kapítuli útaf fyrir sig. En munurinn var ða þeir eru svo húsbóndahollir og „tryggir“ að þeir hefðu aldrei brostið.

    Það að 100-150 manns hafi verið með bálkesti og ofbeldi í nokkra daga á ekki að vera nóg til að kollvarpa stjórninni. Það er rugl. Ég hugsa að þá geti sjálfstæðisflokkurinn bara safnað sínum stuðningsmönnum, mætt fyrir utan Alþingi og skemmt allt með hávaða. Er það sem við viljuum? Nei.

    Þetta er bara bull og ekkart annað.

    Auðvitað verðum við öll reið. Auðvitað er lífið erfitt. Auðvitað vill maður hafa eitthvað að segja og stundum skilur maður að Guillotinið hafi verið fundið upp 🙂 en svona helvíts apakattarháttur(fyrirgefðu frönsku mína) er ekki leiðin til að breyta öllu.

    Þetta er ekkert nema skrílsháttur svo ég noti orðið sem við hötum öll.

    Eru hlutir betri núna? Hvað viljiði með byltingunnni? Að allir segi upp, ísland „rebootist“ og nýtt fólk komi? Sem bjargi öll? Er þa töfralausnin?

    Blow up parliment and let the „good people“ come to power?

    Remember, remember the Fifth of November,

    The Gunpowder Treason and Plot.

    Er þetta málið?

    Halli (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 12:29

Lokað er á athugasemdir.