Uppáhaldsmorgunkorn? (FB leikur)

Ég borða oftast cheerios. Stundum lifi ég á því nánast eingöngu vikum saman. En kókópuffs er betra.

Ég er haldin nostalgíu gagnvart gömlu gerðinni af kókópuffsi. Það var einhver hvít slikja utan á kúlunum og þær voru ekki eins stökkar. Það kemur alltaf illa við mig þegar einhverju sem ég nota mikið er breytt án samráðs við mig. Ég varð miður mín þegar kaffimolinn var tekinn úr makkintosinu (já ég játa, ég er svo mikill hræsnari að ég versla stöku sinnum við það skítafyrirtæki Nestle) og það kemur alltaf illa við mig þegar útlitinu á netsíðum sem ég nota mikið er breytt.

Trix fannst mér aldrei gott og ekki heldur Lucky Charms.