Ertu ennþá með hálskirtlana? (FB leikur)

Þeir voru rifnir úr mér þegar ég var fjögurra ára. Ég man ennþá þegar ég vaknaði af svæfingunni. Enginn sem ég þekkti var hjá mér, ég var dauðhrædd, fárveik og mér hefur líklega aldrei liðið verr. Einhver hjúkrunarkona laug því að foreldrum mínum að ég hefði ekki grátið þegar ég vaknaði. Ég reyndi fyrst að leiðrétta það en fékk svo mikið hrós fyrir að vera ‘dugleg’ að ég lét bara gott heita og naut lyginnar.

Fjárans kirtlarnir hafa vaxið aftur og eru víst skrímsli að stærð. Læknar sögðu mér fyrir 5 árum að þyrfti að tæta þá úr mér aftur en ég er hrædd við svæfingar og slæ því þessvegna alltaf á frest.