Þökkum þeim

Það er með öðrum orðum lögreglunni að þakka að uppreisnin varð ekki að alvöru byltingu. Við getum þakkað Stefáni og hundum hans fyrir að við sitjum ennþá uppi með ónýtt stjórnkerfi, ónýtt efnahagskerfi, spillta embættismenn og vanhæfa ríkisstjórn fyrir nú utan það að vera komin undir AGS.

Það er fyrir framgöngu lögreglunnar sem við höfum nú verið formlega skuldbundin til að greiða skuldir útrásarinnar. Við getum þakkað lögreglunni fyrir að gera stjórnvöldum fært að skerða þjónustu í heilbrigðis- og menntakerfinu og draga úr þjónustu landhelgisgæslunnar.

Stór spurning hvort þeir sem harðast gengu fram eigi ekki að fá orðu. Fálkaorðu handa þeim sem brutu bein og veittu höfuðáverka með kylfum og svo má taka upp piparúðaorðuna handa hinum.

mbl.is Aðferðafræðin gekk upp

One thought on “Þökkum þeim

  1. —————————————————-

    – ónýtt stjórnkerfi

    – ónýtt efnahagskerfi

    – spilltir embættismenn

    – vanhæf ríkisstjórn

    – formlega skuldbundin til að greiða skuldir útrásarinnar

    – skerðingar þjónustu í heilbrigðis- og menntakerfinu

    – skerðingar þjónustu landhelgisgæslunnar

    Nei, auðvitað er það ekki rétt að þessi listi sé lögreglunni að þakka.

    Hið rétta í málinu er að þetta getum við þakkað ÞÉR fyrir, þér og öðrum öskrandi pottaglömrurum sem hrædduð líftóruna úr Samfylkingunni svo að hún hljóp í fang hinnar nýja maddömmu, Vinstri Grænnar, og saman tóku þau til óspilltra málanna við framangreindan lista ásamt ýmsum öðrum glaðningi fyrir okkur almenning.

    Svo þegar verk þitt var fullkomnað stökkstu af landi brott og skildir okkur eftir með þessa hálfvita við stjórnvölinn.

    Takk kærlega, Eva Hauks. Takk fyrir ekkert.

    Kolbeinn (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 09:51

    —————————————————-

    Þakka þér Eva og fleiri mótmælendum að hafa losað okkur við versta seðlabankastjóra evrópu,sem sat í óþökk þjóðarinnar svo fast að það þurfti lög. Þakka þér fyrir að losa okkur við forsætisráðherra sem ekki þorði að taka á neinu. Þakka þér fyrir að hafa átt þátt í að hrista upp í fjármálaeftirlitinu. Þakka þér fyrir þinn þátt í að þjóðin fékk sjálfviljug að velja sér tveggja flokka vinstri stjórn sem reyndar á erfiða tíma framundan vegna tveggja flokka hægri stjórnar undanfarna áratugi.Kolbeinn þínar kvartanir eiga heima á Árbæjarsafninu

    páll heiðar (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 11:02

    —————————————————-

    Wow! Það er aldeilis að hún Eva er orðin mögnuð- heilt hrun á öxlunum og hún sem átti ekki einu sinni banka!

    Kolbeinn; Hvernig heldur þú að staðan væri ef Eva hefði nú látið vera að bylta ríkisstjórninni svona ein síns liðs?

    Heiða B. Heiðars, 12.6.2009 kl. 11:07

    —————————————————-

    Góð færsla… Mér fannst nú aðdáunarverðast þegar Lögreglan sagaði niður eitt aldargamalt hús og spreyjaði ungmenni piparúða sem ætluðu að „duppa“ aðeins upp á það og gera fínt.. þá hugsaði ég nú bara til Stórriddarakrossins og ekkert minna !!

    Björg F, 12.6.2009 kl. 22:08

Lokað er á athugasemdir.