Bara ekki rétta aðferðin 2

Allt í lagi að mótmæla en hann ætti að gera það löglega. T.d. að ræða málið vinsamlega við sjávarútvegsráðherra. Svona glæpastarfsemi skilar engum árangri og skaðar málstaðinn. Öflugir andstæðingar kvótakerfisins munu nú unnvörpum taka það upp á arma sína, allt vegna skemmdarfíknar Ásmundar sem eyðir dýrmætum tíma landhelgisgæslunnar til einskis.

mbl.is Ásmundur mótmælir enn

One thought on “Bara ekki rétta aðferðin 2

  1. —————————————–

    Ég veit ekki hvaða pólitík þú hefur verið að fylgjast með undanfarin ár en mig langar til að benda á eitt varðandi núverandi sjávarútvegsráðherra:

    Núverandi sjávarútvegsráðherra hafði alla tíð verið svarinn andstæðingur kvótakerfisins áður en hann komst í ráðherrastólinn, til að gera langa sögu stutta þá sjáum við hvað hefur svo gerst í þeim málum síðan…. nákvæmlega ekki neitt. Ég er sammála Hauki hér, sú hugmynd að „ræða málið vinsamlega“ við háttvirtan ráðherra er hálf spaugileg verð ég að segja.

    Þórarinn Þórarinsson, 7.8.2008 kl. 01:34

    —————————————–

    Eva er að þínu mati sú aðferð sem saving Iceland notar sú EINA RÉTTA? Held eins og 2 fyrri athugasemdargjafar að Ásmundur noti einmitt réttu aðferðina, eða finnst þér það ekki miðað við hvernig háttvirtur sjávarútvegsráðherra er búinn að ganga á bak orða sinna?

    Eiríkur Harðarson, 7.8.2008 kl. 01:49

    —————————————–

    Hef heyrt sagt ad hann hafi haft  kvota sjalfur fyrir mørgum arum en selt hann!  En eg skil tetta svo sem hja honum, vilji madur byrja sjomensku er tad bara ekki hægt, fjarhagslega oframkvæmanlegt. Teir sem eignudust kvotann a sinum tima fengu hann fyrir ekki neitt,  hefdu teir ekki att ad greida fyrir hann?

    med vinsemd

    Magnus Tor Magnusson

    Magnus Magnusson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 06:42

    —————————————–

    Tala við sjávarútvegsráðherra,,,, já hvernig væri það,,,, ég á bát sem ég keipti með veiðileifi en eingan kvóta og ég er búinn að reina að tala við sjávarútvegsráðaneitið um að fá kvóta á þann bát í fimm ár og mér hefur aldrei verið svo mikið sem svarað af þeim háu herrum,en ég get keipt mér kvóta á bátinn en þá þarf ég líka að punga út vel á þriðju milljón fyrir tonnið.Ég er búinn að vera sjómaður hjá stórútgerðum í 27 ár og eina sem ég hef séð kvótan ( sameign þjóðarinnar ) fara í er stæri hús og bíla fyrir þá sem hafa kvótan í hendi sér og ekki gleima því að það eru þessir stórútgerðarmenn í dag sem feingu kvótan gefins frá ríkinnu á sínum tíma.

    Ég stið Ásmund heilshugar og er mikið að spá í það að taka þátt í þessu méð honum á mínum bát,það er allanvegana ekki hækkt að seigja að ég hafi ekki reind að ræða við sjávarútvegsráðherra um það að fá kvóta.

    Ásgeir Bragason (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 07:15

    —————————————–

    Irónían ekki alveg að komast til skila sé ég.

    Eva Hauksdóttir, 7.8.2008 kl. 10:39

    —————————————–

    Ræða við sjávarútvegsráðherra, það hafa margir reynt það í gegnum tíðina en þið getið eins reynt að tala við símastaur allavega yrði árangurinn ekki verri.Nú er komið að því að allir þeir sem hafa talað um það á blogginu að gera eitthvað geri nú eitthvað,allavega þeir sem hafa talað um það að fara á sjó.Ég fór í Sandgerði í gær og sá ekki mikið vera að gerast þegar Ásmundur kom í land enginn mætti frá Fiskistofu,en hafa þeir oft mætt af minna tilefni.Því segi ég af hverju fara menn ekki á sjó,hvar er nú samstaðan

    Kristin Á.Arnberg Þórðardottir, 7.8.2008 kl. 10:49

    —————————————–

    Nei Eva mín. Það er greinilegt að fólk hefur gleymt að kveikja á húmornum. Ég kvekti hins vegar á honum og skil þetta vel.

    Guðbjörn Jónsson, 7.8.2008 kl. 11:36

    —————————————–

    Vandamálið er að það hefur enginn getað bent á aðra færa leið en kvótann til að hafa stjórn á fiskveiðum hér við land og gera þær arðbærar um leið.

    Eigum við að veiða eins og hver og einn vill?

    Hver á að velja þá sem mega veiða?

    Tryggvi L. Skjaldarson, 7.8.2008 kl. 14:03

    —————————————–

    Það er í sjálfu sér ekki skömmtunarkerfið sjálft sem er slæmt en samkvæmt úrskurði Mannréttindastofnunar SÞ, er það ólögmætt fyrirkomulag að menn geti keypt sér aflaheimildir.

    Það ætti aldrei að líðast að menn geti keypt eða selt réttindi til nýtingar náttúruauðlinda framhjá kerfinu og það hlýtur að vera hægt að stemma stigu við því. Mér finnst reyndar meiri ástæða til að taka upp „sænsku leiðina“ þ.e. að gera kaupin refsiverð en ekki söluna gangvart náttúruauðlindum en vændi, þar sem réttur fárra til slíkra gæða hefur ó hóflega mikið vald í för með sér.

    Eva Hauksdóttir, 7.8.2008 kl. 22:08

    —————————————–

    Hehe … það eru greinilega ekki allir að átta sig á því að þú ert stórhættulegt glæpakvendi  

    LM, 8.8.2008 kl. 15:20

    —————————————–

    Góður þessi með sænsku leiðina. Það sem manngreyið er að reyna að fá fram er að, koma hreyfingu á að stokka upp kerfið eftir dóm Mannréttindastofnunar. Þetta kerfi er farið að stand þjóðini mjög fyrir dyrum og valda hruni á landsbyggðini. Eins og ég nefndi við þig um daginn, að þá gæti ég haldið langan fyrirlestur um þetta, væri í raun hringferð um landið. Ég myndi kalla hann Fyrir framseljanlegan kvóta og eftir.

    Sigurbrandur Jakobsson, 10.8.2008 kl. 13:05

Lokað er á athugasemdir.