Óvæntur gestur

Leifur Runólfsson heimsótti mig í dag.Hugz hefur líklega klikkað á að vara hann við mér. Nema þetta hafi verið manndómsvígsla.

Blessaður maðurinn. Líklega er hann heima að sjúga þumalfingurinn núna.

Ástarbréf

Og þegar ég opnaði pósthólfið mitt og sá netfangið þitt innan um ruslpóstinn, þá hlýnaði mér pínulítið að innan. Ekki það að ég hafi ekki átt von á því að þú hefðir samband því það er nákvæmlega það sem þú gerir í hvert einasta sinn sem þú hefur ástæðu til að ætla að ég sé miður mín og einmana. Það hlýtur að styrkja karlmennskuímynd þína að sjá mig í rusli. Halda áfram að lesa

Oh!

Rassgat og alnæmi!

Ég var að spjalla við svo huggulegan og skemmtilegan mann sem ég rakst á á einni af stefnumótasíðunum á facebook. Hefði alveg viljað hitta hann en álpaðist til að skoða prófílsíðuna hans og komst þá að því að þótt hann sé skráður einhleypur á stefnumótasíðunni, er hann kvæntur samkvæmt aðal prófílnum. Ok, hugsanlega var prófíllinn eldgamall svo ég spurði hann, og jú það stendur heima að hann er víst pínulítið kvæntur ennþá. Halda áfram að lesa

Pappakassi

-Það er bara eitt sem ég skil ekki Eva mín, hvað sérðu eiginlega við hann?
-Hvað sé ég ekki við hann. Hann hefur grilljón kosti, ég held að ég sé búin að nefna a.m.k 100 þeirra.
-Jamm, hann er svona áreiðanlegur og góður gæi, fair enough, en í alvöru talað Eva, maðurinn er pappakassi. Ég skil hvað einhver húsamús myndi sjá við hann en hvað sérð ÞÚ við hann? ég meina… skilur hann þig? Halda áfram að lesa

Reclaim the song

Þetta var besta syngipartý sem ég hef nokkurntíma staðið fyrir.

Gestirnir farnir og ég er búin að þvo upp. Herregud hvað ég þarf að skúra hérna á morgun. Áfengisbirgðir fjölskyldunnar uppurnar. Völuvisa sungin. Darri sofnaður í rúminu mínu og egg á pönnunni.

Ég klikkaði á fertugsafmælinu mínu í fyrra. Veit einhver hvers vegna? Er nokkurt svindl að halda frekar upp á 41 árs afmæli?

Á morgun hitti ég mann sem skrifar tónlist. Það finnst mér áhugavert.

 

Brugg

Verkefni dagsins er að brugga skáldamjöð. Ekki veitir af, ég hef ekki skrifað almennilegan texta í margar vikur, hvað þá að ég hafi ort kvæði. Syngipartý annað kvöld. Það eru sjálfsagt fáir sem gera sér almennilega grein fyrir því en aktivismi er t.d. það að syngja í stað þess að líta eingöngu á tónlist sem neysluvöru. Auk þess er ég ekki ennþá búin að jarða síðustu vonbrigði mín og ætli sé ekki kominn tími á Völuvísu.

Árdagspæling viðskiptafrömuðar

Ég er að fara upp á Bifröst í kvöld. Kannski hitti ég Leif Runólfsson. Ég er að vísu búin að gefa hann, því ég er að safna fyrir Önnu og facebook Mammon verðlaunar þá sem gefa. Ég á hinsvegar enn nokkuð í land með að eiga fyrir Önnu (andskotans verðið á þessu kvenfólki) svo ef Leifur Runólfsson reynist vera gæft og snyrtilegt gæludýr, getur vel verið að ég kaupi hann aftur.