Að vera stelpa

Ég var stelpa. Fram í fingurgóma. Lék mér með brúður og vildi helst alltaf vera í kjól og með slaufur í hárinu. Þegar ég fékk að velja lit á herbergið mitt valdi ég bleikt. Skærbleikt. Og ég fékk gyllt pífurúmteppi, lítið snyrtiborð úr smíðajárni, með allskyns krúsidúllum og gylltum spegli fyrir ofan. Ég átti spænska senjótítudúkku í krínólíni og safnaði krúttlegum styttum. Mig dreymdi um að eiga lítinn terríerhund á silkipúða. Mig dreymdi ekki um að leika við hann eða fara með hann út að ganga. Sá hann bara fyrir mér sofandi á silkipúðanum eða sitjandi með litlu, bleiku tunguna lafandi. Hann var fyrst og fremst sætur. Halda áfram að lesa

Tusk

Ég átti leynivin. Við áttum það til að meiða hvort annað smávegis. Slá og klípa. Þrisvar eða fjórum sinnum fórum við í felur og þá enduði átökin í keliríi en oftast lömdum við hvort annað á almannafæri og vonuðum að hinir krakkarnir og kennararnir álitu að við værum að gera upp rifrildi. Ég held ekki að við höfum blekkt neinn. Allavega greip fullorðna fólkið ekki inn í þessi einkennilegu atlot okkar þótt alvöru slagsmál væru stoppuð. Halda áfram að lesa

Sannleikann eða kontór?

Þelamerkurskóli. Það var ágætur tími. Mér leið vel í skólanum. Eða allavega skár en heima hjá mér. Ég átti ekki nána vini en ég hafði félagsskap og naut þess.

Við tuskuðumst og keluðum, spiluðum hjónasæng og kossaspil. Fórum í kjánalega leiki eins og 5 mínútur undir sænginni og sannleikann eða kontór (sem var ekki kaupfélagskontórinn). Halda áfram að lesa

Utangarðs

Merkilegir hugmyndakokteilar sem verða til í hausnum á manni í einhverju meðvitundarleysi.

Keli gaf mér alla fyrstu seríuna af þeim snilldarsjónvarpsþáttum „Six Feet Under“ í afmælisgjöf og nú er ég loksins búin að gefa mér tíma til að sjá þá. Þeir sýna líf fjölskyldu sem rekur útfarastofu svo dauði og greftrun koma heilmikið við sögu. Halda áfram að lesa

Eitlaleit

Í fríinu mínu rifjaði Hulla systir mín upp fyrir mér læknisskoðanirnar í litlum skóla úti á landi, þar sem við ólumst upp um tíma. Líklega hefur læknir komið á staðinn til að bólusetja hluta af hópnum en annars var læknisskoðunin í höndum prestins og skólastjórans sem var kona prestsins. Hún gegndi, ef ég man rétt, hlutverki ritara við þessa viðmiklu rannsókn á allt að 50 börnum. Auk þeirra var sonur þeirra hjóna 5-7 ára gamall, ávalt viðstaddur læknisskoðunina. Hlutverk hans var þó óljóst. Halda áfram að lesa

Nammidagar

nammiAmma vann í lúgusjoppunni á Langholtsvegi. Ég var þriggja eða fjörurra ára og stöku sinnum var ég hjá henni í vinnunni, kannski einn eða tvo tíma. Ég veit ekki hvernig það kom til en finnst líklegast að þetta hafi verið ráðstöfun til að brúa bilið milli leikskóla og vinnutíma móður minnar eða eitthvað í þá veru. Halda áfram að lesa