Jæja, þá er ég búin að setja smáauglýsingu í Fréttablaðið. Ég ákvað að stofna ekki söfnunarreikning fyrr en réttu mennirnir eru fundnir. Ég hef reyndar ekki ennþá fengið nein viðbrögð við auglýsingunni (enda ekki langt liðið á daginn) en ég var að fá tölvupóst þar sem ég var spurð hversvegna ég vildi ekki frekar láta rassskella bankaráð.
Ég hefði reyndar ekkert á móti því og ef nægar fjárveitingar fengjust væri eflaust hægt að hafa 3-4 menn í fullri vinnu við lagafæra siðferðið hjá ýmsum höfðingjanum. Ég hef þó ekki bolmagn til að taka alla í gegn sem eiga það skilið og alveg finnst mér dæmigert að þeir sem ekki eru tilbúnir til að standa í neinum aðgerðum sjálfir, skuli telja sig rétta fólkið til þess að segja þeim fáu sem sýna viðleitni fyrir verkum.